Þegar maður spilar svona góðan leik þá kitlar mann til að koma með hugmyndir um að gera gott betur. Það er heldur engin undantekning með mig og hef upphugsað nokkur dæmi sem myndi gera leikinn betri að mínu mati.

Fyrst og fremst myndi ég vilja sjá unitkvóta hjá hvoru liði þ.e í battle of the bulge t.d myndi axis fá 30 panzers, 10 tigers og 5 artillery´s og allied myndu fá 20 shermans, 20, apc´s, 6 M10 og 5 artillery´s. Þetta myndi gera öðru liðinu kleift að lama óvininn með því að eyða öllum skriðdrekunum og bæði liðin myndu fara svolítið varlega með tækin sín.
Svo ef axis ná norð austur fánanum þá myndu þeir fá 5 auka tigers. Eftir panzerkvótinn væri búinn t.d þá myndu ekki fleiri spawna.

Önnur hugmynd er að hvort lið getur sprengt hús hjá óvininum t.d með því að eyðileggja óvina barracks myndi auka respawntíma þeirra um 10-20 sek. Eyðilegging á óvina supply depot myndi lækka óvina skriðdrekakvóta um 5. Þetta myndi gera B17 fluvélarnar miklu meira “useful” svo ég vitni í annað tungumál.

Þriðja hugmyndin væri að í báðum höfuðstöðvunum væri “computer controled” vélbyssur þ.e browning/mg42 til að óvinirnir geti ekki eins auðveldlega gengið inní óvina herstöð. Þessar byssur eru oftast til staðar en aldrei mannaðar eins og er.

Svo vil ég sem og aðrir sjá fleiri flugvélar og skriðdreka!

Ég man ekki meira í augnarblikinu, en hvað finnst ykkur um þetta sem komið er?<br><br>BF1942: [Fantur]Vondikallinn