Guadalcanal

Bardagalínu bandamanna var ógnað sumarið 1942 þegar Japanir fluttu sig niður á svokallaðar Soloman eyjar. Á einni þeirra, Guadalcanal, hófust þeir handa við að byggja flugvöll í miklu flýti, þaðan sem að þeir gætu ógnað byrgðarflutningum
bandamanna frá Hawaii til ástralíu. 7 ágúst 1942 fór sveit B-17 í eftirlitsflug og sprengjuferðir til að mýkja varnir Japana á Guadalcanal, Bandarískir landgönguliðar lentu óvænt á eyjunni síðar sama dag.

Í þrjá mánuði sóttu fótgönguliðar,sjóliðar og skriðdrekaherdeildir fram, þvert gegn öllum möguleikum á árangri, og þegar árið var á enda höfðu bandamenn hrundið stórri gagnsókn Japana sem ætluðu með henni að hrekja bandamenn af eyjunni. Þó bandamenn hafi upphaflega aðeins verið vígbúnir til varnar í Kyrrahafinu þá markaði inrásin á Guadalcanal og síðar Papuan herförin tímamót og bandamenn hófu langa herför norður eftir Solomon eyjunum og upp eftir norðurstörnd nýju Gíneu, til að stöðva mikilvæga byrgða stöð Japana í Rabaul.Baráttuni um Guadalcanal lauk í febrúar 1943. Guadalcanal var síðar notuð sem millilendingarstaður til árása á aðrar eyjur í solomon eyjaklasanum og þann 1. nóvember 1943 náðu bandamenn flugvellinum á eyjunni New Georgia og var sá flugvöllur í færi við allar eyjar klasans og þar með höfðu bandamenn náð yfirhöndinni á Soloman eyjum.

Meðan á herförinni um soloman eyjar stóð tókst þrettándu flugsveit Bandaríkjana að gera það sem sumir telja eitt mesta afrek Kyrrahafsstríðsins. Með aðeins dag til að skipuleggja sig tókst þeim með mikil nákvæmni eftir 600km langt flug að komast
inn í flugleið og skjóta niður flugvél sem var með æðsta yfirmann japana á Kyrrahafinu, Aðmírál Isoruku Yamamoto innanborðs, en hann
var í skoðunarferð um eyarnar.