Jæja, þá er fyrsta scrimmið milli íslenskra liða í Battlefield 1942 (allavega svo ég viti til) orðið staðreynd. Það voru tvö mest áberandi liðin á public serverunum sem að spiluðu fimmtudaginn 3.okt: [FANTUR] og [89th]. Ákveðið var að hvort lið myndi velja eitt kort og svo yrði spilað 1 umferð sem hvort lið (Axis, Allied) og að spilað yrði í 8 manna liðum. [89th] valdi Omaha Beach sem sitt kort og [FANTUR] völdu Kharkov. Liðin voru þannig skipuð:

[89th] Infantry Division

[89th]GEN. AnyKey
[89th]LTD. Volrath
[89th]SGT. Skarsnik
[89th]SGT. Farthaus
[89th]SGT. Guð
[89th]SGT. WonderAim
[89th]PVT. Nasgúl
[89th]PVT. Amything

[FANTAR]

[FANTAR]Slick
[FANTAR]GlorTok
[FANTAR]Orvar
[FANTAR]Vondikallinn
[FANTAR]Feelix
[ FANTAR]Geiri
[FANTAR]KruMMi
[FANTAR]Panther

Omaha Beach var fyrra borðið sem spilað var og var það spilað í conquest mode. Smá staðreyndir með miða(tickets) á Omaha Beach: miðað var við 100% miða á 18 manna server. USA byrjar með 132 miða , og Þjóðverjar byrja með 112.

Umferð 1
Þar sem þetta var það kort sem [89th] valdi þá fengu þeir að ráða hvort þeir byrjuðu sem USA eða Þjóðverjar og ákváðu [89th] að byrja sem USA. Ég ætla mér ekki að fara út í taktík, þar sem að þessi lið koma sennilega til með að nota þær (allavega þær sem virkuðu) aftur, en svo að ég segi stuttlega frá þá komst [89th] tiltölulega auðveldlega upp að miðju fánanum og tóku hann strax, en ekki gékk eins vel að komast upp að síðasta fána þjóðverja og voru [FANTUR] duglegir að laumast til baka að miðju fánanum og taka hann aftur og fór því megin hluti bardagans fram í kringum þann fána og í brekkunni upp að 3ja fánanum.

Lokatölur úr umferð 1
[89th]USA 0 (0%)
[FANTAR]Þjóðverjar 35 (32%)

Umferð 2
Nú var skipt um lið og var þá komið að [89th] að verja Omaha Beach fyrir ágangi Fantana. Það er ekki mikið hægt að segja um þessa umferð, [89th] tók á móti [FANTUR] framarlega og kláraði leikinn á skömmum tíma.

Lokatölur úr umferð 2 [FANTAR]USA 0 (0%) —- [89th]Þjóðverjar 106(95%)

Lökatölur á Omaha Beach er því: [89th] 106 (43% þeirra miða sem í boði voru.)
[FANTUR] 35 (14% þeirra miða sem í boði voru.)


Seinna borðið sem spilað var er Kharkov. Spilað var conquest mode. Smá staðreyndir með miða(tickets) á Omaha Beach: miðað var við 100% miða á 18 manna server.
Rússar byrja með 135 miða, og Þjóðverjar byrja með 135 miða

Umferð 3.
[FANTUR] að byrja sem Rússar á Kharkov. Fljótlega var ljóst að [FANTUR] ætlaði að hefna ófaranna frá því á Omaha Beach og voru þeir fljótari að miðju fánanum (á Kharkov er sitthvort liðið með heima base sem það getur ekki misst og svo eru þrjú svæði í línu þar sem bardaginn fer fram) og náðu því undirtökunum, en þar sem að það er aðeins hægt að komast inn á miðju svæðið af svæðum 1 og 3 á brú, þá er mikilvægt að halda miðjusvæðinu, sem að fantar gerðu með stakri prýði og hreinlega burstuðu [89th]

Lokatölur úr umferð 3. [FANTUR]Rússar 103 (76%) —- [89th]Þjóðverjar 0 (0%)

Umferð 4.
[89th] Nú sem Rússar. Skelkaðir [89th] meðlimir voru staðráðnir í að láta ekki svona fantaskap yfir sig ganga aftur og í þetta skiptið náðu [FANTUR] ekki mið fánanum strax og upphófst mikil barátta um þenna mikilvæga stað, og þegar skorið stóð í ca. 60-60 voru [89th] orðnir vongóðir um að ná að halda vel í við fantana, en þá tóku [FANTAR] mikla rispu og töpuðu varla miða það sem eftir var og náðu ÖLLUM fánunum á borðinu og því lækkaði miðafjöldi [89th] hratt niður í 0.

Lokatölur úr umferð 4. [89th]Rússar 0 (0%) —- [FANTUR]Þjóðverjar 53 (39%)

Lökatölur á Kharkov eru því: [89th] 0 (0% þeirra miða sem í boði voru.)
[FANTUR] 156 (58% þeirra miða sem í boði voru.)

Þakka að lokum [FANTUR] fyrir skemtilegt kvöld.

Kveðja
LTD Voltath
[89th] Infantry Division