Vil bara þakka fyrir áhugamálið Huga stjórnendur og vonandi endar þetta ekki eins og Tribes2 gerði sem var hrein synd og skömm.
Ráðlegg öllum að þakka fyrir sig og þakka þeim sem gáfu oss BF á innanlands dl-i og servera <bendá> Skjalfta p1mps og Huga stjórnendur (allt sama mafían :P) </bendá>.

Smá ráð (og já gagnrýni að hluta til)
Málið með Bf er að hann er byggður á teamplay, ekki því að ná flugvélinni fyrst og fljuga í kringum skipið að fatta hvernig maður droppar bombu á meðan liðið þitt er að missa stöðvar á FULLU :)

Svo líka er mjög gott mál að nota radio til að talast á við, en það er nóg að gera þetta einusinni, eins og maður sér á server er þetta oft svona:

<anon person> [F4] Requesting pickup!
<anon person> [F4] Requesting pickup!
<anon person> [F4] Requesting pickup!
<anon person> [F4] Requesting pickup!
<anon person> [F4] Requesting pickup!

Svona dugir í langflestum tilfellum:
<anon person> [F4] Requesting pickup!

Og factið að fólk keyrir FRAMHJÁ aðilanum sem requestar pickup á jeppa / skriðdreka eða eitthvað er bara lame.
Ættir að tapa voða litlu við það eina að bakka aðeins og ná í hann.

Flugvélar:
Ef þér finnst gaman í flugvél, endilega náðu þér i rellu!
En EKKI drepa teammates sem náðu flugvélinni á undan þér því það er bara well, gay.
Æfðu þig líka á local server eða vina internet server, komdu æfður að fljuga, margir byrjendur sem hlaupa í flugvél og halda W [default takkinn fyrir áfram] inni, og klessa á hús, með þeim afleiðingum að vélin og / eða þú springur, láttu frekar manninn sem kann eitthvað í loftinu að fljúga og gera eitthvað gagn :)

Eitt enn, að vera Engineer ('níri') er afar mikilvægt starf, sem reyndar er helvíti erfitt að vinna ef fólk passar sig ekki á landmines, ‘nírar’ halda tækinu þínu lifandi, þeir sprengja tankinn sem var að koma að blasta þig, þeir laga skipið sem þú notar til að spawna á, _passaðu_ uppá landmines [Sjá neðar til að fá gott ráð til að fara framhjá landmines]


Tips [Tekið af <a href="http://www.ea.com/eagames/official/battlefield19 42/editorial/demo_tips.jsp">Offical Bf</a> síðunni]


1. Svindla framhjá landmines: Keyrðu _hægt_ yfir þær, afar afar hægt, ekki stoppa og gefa síðan inngjöf bara keyrðu hægt (þarft að venjast þessu svolítið, sérstaklega ef þú ert á Jeep)

2. Gott ráð er að taka upp búnað óvinarinns, til þess er takinn ‘G’ [er default takinn, ef þú hefur breytt ættiru að vita hvaða takka þú skráðir til að skipta um búnað, vona ég]

3. Að drepa skriðdreka er ekkert grín, góður spilari á skriðdreka getur verið helvíti erfiður ef ekki er gert árasir á skriðdrekann rétt [Já, ég veit hljómar asnalega.]
Skjóttu í afturendann á honum, þar er sem minnst af vörn, hentu handsprengju undir skriðdrekann gerir góðan dmg og hægt er að rústa einu stk. skriðdreka með 2-3 vel heppnuðum handsprengjum.
Best er þó að fá anti-tank eða engineer í liðinu þínu til að aðstoða þig.

4. Ef þú ert i skotbardaga ekki halda skottakkanum inni eða vera á mikilli hreyfingu, það orsakar að miðið þitt verður minna og kúlurnar fara meira í trén og húsin en óvininn :)


5. Ath. vel með búningana, Allies og Axis hafa sérstaka búninga sem gerir spilurum kleift að greina þá í sundur úr fjarlægð [ef þú sérð vel] og passaðu þig á því að drepa vini ekki, og fjær öllu viljandi, það skemmir bæði stemmingu og skemmtun annara á servernum.

6. Handsprengjum er mögulegt að henda miklu miklu lengra með þeirri aðferð að hoppa um leið og þú hendir henni.

7. Nota Jeppan sem sprengju [Hef ekki ath. hve mikinn damage þetta gerir] Fullur hraði, miða á skriðdrekann / APC / Flugvélina / Jeppan. Þegar þú ert alveg að koma að honum, ýttu á enter / exit takann þinn og tada. you got it :)

8. Venjulegu leiðirnar eru ekki endilega þær öruggustu, lærðu og notaðu að keyra á óvenjulegum stöðum og með því að vera öruggari og haft möguleikann á því að koma á óvart.

9. Búinn með sprengjurnar? Fljúgðu lágt, nánast sleiktu jörðina á flugvöllunum [Carrier hjá axis og Airfield hjá Allies] og þá færðu ammo, passaðu bara að þú sleikir ekki of mikið :)
Passaðu þig samt á að fara ekki _of_ nálægt uppá að deyja ekki sjálfur [stundum er það samt best-option]

Þú getur hoppað út úr flugvél með því að ýta á ´E´ til að hoppa út og svo ´9´ til að opna fallhlífina þína ;) [Default keyes]

11. Skip taka miklar skemmdir áður en þau sökkva, hinsvegar er hægt að sökkva þeim i aðeins nokkrum stk. af vel heppnuðum tundurskeytum [úff, gay word] en passaðu það að fljúga lágt við sjó þegar þú ‘droppar’ tundurskeytinu því annars gæti það farið undir og framhjá skipinu sem það átti að fara í p.s. tundurskeytin drífa MJÖG langt [næstum allt Wake Island]

12. Ef þú ert á öðru hvoru stóru skipunum [Carrier & Destroyer] passaðu þig á því að koma þér ekki í vandræði með því að sigla of nálægt grunna sjónum sem að umgringur eyjunna [hann er ljós blár]

13. Þó það sé afar gaman að sitja úti horni og pikka fólk niður með sniper þá er það ekki það sem liðinu vantar stundum, veldu pakkan eftir því sem liðinu vantar. T.d medic / anti-tank / engineer.

14. Mappið - hægt er að zoom-a inn á það með takkanum ‘N’ [Default] og hægt þannig að sjá aðeins betur hvað er á jörðinni.
Ef flugvél, bátur, bíll eða eitthvað annað er grátt á skjánum merkir það að faratækið er laust og enginn er að nota það, ef það hverfur af kortinu þýðir það að óvinur hafi tekið eða farið inní það faratæki, þá veistu hvar hann er nokkurnveginn :)

15. Passaðu þig á loftvarnar og vélbyssum á jörðu niðri, því þær geta tekið flugvélina þína niður á nokkrum sek. ef þær eru notaðar rétt :)


Með þökkum til þeirra sem hjálpuðu mér með stafs. og HTML vandamál.

P.s Engin ábyrgð tekin á stafsettningarvillum :)

Kveðja,
Jade og McFlip
“Killing for Peace is like Fucking for Virginity”