Helgina 1.-3.júní mun vera stórglæsilegt LAN fyrir helstu tölvunörda Íslands.

LAN þetta mun vera í stórglæsilegum 400m2 sal í Egilshöllinni og kostar aðeins 3500kr. inn. Í húsnæði Egilshallarinnar er stórglæsileg sjoppa sem bíður upp á fjöldan allan af réttum og selur einni morgunmat.

Því miður verður ekki keppt formlega í Battlefield en ef áhugi er fyrir hliðarkeppni ætti að vera hægt að skella því á laggirnar. Því er um að gera að mæta og sýna að það sé áhugi fyrir því.

Einnig er þetta fullkomið tækifæri til að mæta og hitta félagana, taka nokkra leiki og kynnast nýjum félögum.

Hægt er að skrá liðið sitt á http://lanmot.hax.is/skra/ en ef þú vilt bara mæta einn eða í engu liði þá geturu skráð þig á http://lanmot.hax.is/klanleysa/

Vonandi mæta sem flestir og ég hlakka til að sjá ykkur.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius