Jæja ég komst yfir Demo-ið og svo fljótlega torrent útg af þessum blessaða nýja leik frá Dice. Eins og flestir vita er ég mikið aðdáandi Battlefield 1942 og spila hann ennþá um 30-40klst á mánuði, og skrimma um 8-12 leiki á mánuði.

Ég verð að viðurkenna að ég á meðan ég installaði þessum nýja þá var smá spenningur með hvernig hann spilaðist. Flestir í liðinu mínu sem eru flestir Danir og Svíar hafa gjörsamlega hraunað yfir BF2142 en ég ákvað að “keep an open mind”.

Fyrsta sem ég tók eftir með BF2142 var hvað miklum vonbrigðum með grafíkina ég var, að vissu leiti finnst mér hún ómerkilegri en í BF2 þó þetta sé að mestu sama grafíkvélin. Fljótlega komst ég að því að aimið er nákvæmlega það sama og í raun flest allt í þessum blessaða leik er alveg eins og BF2. FFS þetta gæti bara verið BF2 MOD nema með ómerkilegri grafík. Og bara til að taka allan vafa af nei ég var að spila allt í high og er með hörku vél.

Ég man hvað ég þráaðist ílla við þegar BF Vietnam kom út og skemmdi BF42 í um 6 mánuði. Á þeim tíma þá sagði ég að Vietnam myndi lifa á íslandi í mesta lagi 6 mánuði og endaði það með að vera staðreyndin. Það var kannski fyrir utan 1-2 lið sem voru að nenna standa í leiknum utanlands. BF42 stóð af sig þetta áhlaup.

BF2 kom út og ég verð að viðurkenna ég hafði gaman af honum í um 2-3 mánuði max. Hann var bara svo úber flootur í grafík, en úff hvað hann var leiðinlegur sem infantry eða my specialty tank. Eina sem maður nennti var að hanga í þyrlu og plaffa allt með vélbyssunni eða taka niður þyrlur með TV-guided missle. BF42 stóð ekki þetta áhlaup á sig, því well flestir nema ég held ég fýluðu þetta rusl í tætlur.

Núna kemur út BF2142 og á eflaust eftir að vera vinsæll í um well 3-6 mánuði og svo drepast. Þessi leikur er argasta rusl að mínu mati (ég endurtek mínu mati og hef þann rétt að finnast það svo no flame please).

Niðurstaða er því sú að ég held ég haldi mig bara við gamla góða sem bregst aldrei og ég get bara ekki fengið leið á. Þess má geta að mörg lið sem hafa haldið við BF42 og BF2 eru á leið í Enemy Territory : Quake Wars þegar hann kemur út. Það má lesa um hann hér … http://www.enemyterritory.com/

Fyrir þá sem vilja fylgjast með fjöri okkar Birkis og félaga í Fade.bf getið skoðað síðuna okkar www.team-fade.se

Actívir ladderar og cups í BF42 :
www.clanbase.com
http://www.battle-friends.de/lmo4.php?file=bf42_5_A.l98
http://www.battle-friends.de/lmo4.php?file=bf42_5_A.l98


Góðar stundir.
Kveðja Kristján - ice.Alfa