Ég er einn af þeim sem fílar almennt ekki skotleiki, eða First Person Shootera eins og mér skilst að þeir séu kallaðir. Þegar ég sá demóið af Battlefield 1942 varð ég hins vegar óendanlega heillaður af því sama og flestir þá, að geta farið í tæki og tól sem gerðu leikinn raunverulega strategískan. Ég er svoddan pælari og finnst skemmtilegra t.d. að læra spil heldur en að spila þau, að læra um skák heldur en að spila hana, og á sama hátt heillaði mig BF1942. Hér var ekki kominn leikur sem snerist um gott skjákort og drengilega orrustu, heldur einhvers konar “war simulator”, eða stríðshermir.

Núna er kominn út BF2 og ólíkt flestum hef ég engar áhyggjur af menningunni sem virðist hafa leitt menn aftur í BF1942, en það er vegna þess að ég hef aldrei verið inni í Action-Quake/Counter-Strike/MOHA og þvíumlíkum “menningum”. Við að skoða þá menningu aðeins þykir mér hún einkennast mestmegnis af viðhorfi til leiksins sem ég á afskaplega bágt með það að skilja.

Eitt af þeim hlutum er t.d. blind regludýrkun og sú ódrepandi sannfæring að spawncamp, baserape, að ná fánum með þyrlum og whatnot, sé afskaplega ósanngjarnt, en sú sannfæring virðist fyrst og fremst vera byggð á því að menn hafa einhvern tíma lent í því að vera drepnir þegar þeir vildu ekki drepast… sem mér finnst ekkert til of mikils ætlast í stríðsleik. Af einhverjum ástæðum halda menn að vegna þess að það komi fyrir alla að vera rangur maður á röngum stað, sé það afskaplega stórt vandamál sem þurfi að tækla með umræðu eða bönnum og þvíumlíku, þegar raunin er sú að það er alveg sama hvað… maður verður alltaf jafn oft rangur maður á röngum stað, enda eðli leiksins. Keisarinn er nakinn. Ef ykkur finnst rosalega ósanngjarnt að vera hakkaðir í spað í orrustu, þá þurfið þið einfaldlega æfingu og minni sjálfsvorkunn… meiri spilamennsku. Meira af því sem einkenndi Battlefield 1942 samfélagið undir lokin.

Annað sem ég skil engan veginn, eru gríðarleg ósætti við nýliða fyrir það eitt að þeir séu nýliðar. Nýliðar þurfa að læra alveg það sama og við þurfum öll að læra í byrjun… ég skil ekki hvers vegna fólk virðist halda að það að vera “noob” sé einhvers konar langtímaástand eða að eigi að vera eitthvað sérstaklega pirrandi, ólíkt hverju öðru og einasta einkenni mannskepnunnar fyrr og síðar. Við lærum. Chillið bara og hjálpið þeim í staðinn fyrir að væla yfir þeim.

Og það þriðja er auðvitað sú hugmyndafræði að maður “eigi” að pikka upp þá sem biðja um far, og að maður “eigi” almennt að vera rosalega, ofboðslega og ógeðslega góður við allt og alla í þessum annars ágæta STRÍÐS leik. STRÍÍÍÍÐS leik. Það eru svo óteljandi margar ástæður fyrir því að maður getur ekki pikkað einhvern upp eða eitthvað. Kannski er maður að bíða eftir að squad member spawni í farartækinu, kannski ætlar maður að slátra tækinu mjög fljótlega þannig að það sé tilgangslaust að vera með farþega… og kannski er maður bara fífl sem refsar fólki alltaf fyrir teamkill til að koma sér hærra upp stigann. Það er það fjórða.

Ef þið eruð ósátt við að fólk refsi, kennið EA Games um það, ekki þeim sem spila leikinn eins og þeim sýnist. EA Games HEFÐI getað SLEPPT punishment-kerfinu og haft bara alltaf -8 eða hvað það er sem maður fær. Þá væri öllum skítsama. Passið ykkur bara betur á teamkillunum! Fólk er fífl, you live with it or die!

Og að lokum langar mig að fjalla aðeins meira um það hvers vegna blind regludýrkun er raunverulegt vandamál í BF2.

Tökum dæmi. Ef það eru tvö lið, og annað þeirra er troðfullt af algerum fávitum, en hitt liðið er drengilegt og spilar samkvæmt hefðum og reglum samfélagsins og serversins.

Lið 1 er “vonda” (spawncamparar o.s.frv.), Lið 2 er “góða” (sem spilar eins drengilega og mögulegt er).

Það er alveg sama hvernig reglunum er fylgt… Lið 1 vinnur. Lið 1 notar ekki bara ósanngjarnar aðferðir, heldur þar með líka taktískar, sem Liði 2 finnst “ganga of langt”. Lið 2, hinsvegar, markvisst og meðvitað heldur aftur af sér til að vinna ekki of léttilega.

Undir þessum kringumstæðum, er Lið 1 með verulegt forskot á sigurinn, nema það sé beinleinis innbyggt í leikinn að ósanngjörnu aðferðinr séu ekki mögulegar (sem ER tilfellið að mínu mati).

En ef Lið 2 bara drullaðist til að sætta sig við að þetta sé STRÍÍÍÍÍÐS leikur og notaði sömu taktík, væru Lið 1 og 2 jafnlíkleg til sigurs.

Þannig að það eru ekki spawncömpin og baserapin og hvað það allt heitir sem gera leikinn ósanngjarnan, heldur það að eingöngu þeim sem er skítsama um reglurnar, fá forskot VEGNA ÞESS að þessir “góðu” nota ekki nákvæmlega sömu aðferðir.

Og þar með ætla ég að ljúka þvaðrinu um menninguna. Kannski meira, ég sé til hvort fólk hafi actually nennt að lesa þetta, sem er auðvitað allt of sjaldgæft. Endilega takið þátt í umræðunni, ég held að hún sé mjög góð fyrir ALVÖRU spilara (þ.e.a.s. ekki gamla Counter-Strike nörda).