Jæja ég ætlaði nú bara í gamni að segja ykkur sögu Battlefield 1942 sögu mína.
Það var einu sinni að ég var oft hjá vini mínum að spila Bf 42 ekki á netinu. Ég kunni náttúrulega bara ekki neitt og var alltaf að drepa vini mína og svona. Samt þótti mér voða gaman og sérstaklega þegar vinur minn byrjaði á netinu. Þá langaði mig rosalega að setja hann inná tölvuna mína þannig ég fékk hann lánaðan hjá allt öðrum vini mínum og reyndi að setja hann inn á eina af tölvunum á heimilinu. Það var tölvan sem ég var svona oftast í. Ég hafði ekki nógu gott skjákort enda er það alveg ömurlegt og var ég að reyna að redda mér nýju skjákorti. Ég fékk nýtt skjákort og prufaði að setja BF inn. Hann virkaði ekki og hökktaði þannig að það mál var úr sögunni. Ég var frekar svekktur að geta ekki spilað þennan leik og einn daginn segir pabbi við mig að ég geti prófað að setja Bf inn í vinnutölvuna hans. Það geri ég og það virkar fínt. En enn er ég skítlélegur. En svo æfi ég mig og ákveð að fara á netið. Ég prófa það og fannst mér ég bara býsna góður(en að sjálfsögðu var ég algjör noob). En ég æfi mig og held ég að það sé svona örugglega ár síðan ég byrjaði á netinu. Gæti nú samt verið minna. Alls ekki viss hvað það er langt síðan. En núna allavega er ég orðinn miklu betri og spila aðalega eitt map,Omaha, og tel mig nú bara nokkuð góðan. Eða allavega eru þetta massa góðir gaurar og ég er í hópi þeirra bestu þótt ég sé ekkert að monnta mig af því ef þið haldið að ég sé einhver egó. En jæja núna er það bara það að ég byrjaði svo seint á netinu í bf 42 að það voru eiginlega engir að spila á íslensku serverunum. En ég vil endilega fá einn íslenskan Battlefield 1942 server upp og ég skora á menn sem kunna að setja upp svona server að gera það. Mér sýnist fólk vera búið að fá leið á Bf 2 og vilji byrja aftur að spila Bf ‘42. Allavega hef ég aldrei nennt að fara að spila Bf 2 þrátt fyrir að hann sé með flotta grafík. Hann er bara svo leiðinlegur á netinu. Svo þetta er svona BF ’42 sagan mín eða svona mest af henni og vona að eitthvert af ykkur hafi þótt gaman að lesa þessa grein og í von um að það fari að koma upp einn íslenskur bf'42 server,

Kaffi ;)