Kæru lesendur

Þessi grein fjallar nú ekki um neitt eitt viðfangsefni heldur er svona vangaveltur mínar um þetta og hitt sem varðar BF-leikina.
Ég vil byrja á þvi að taka það fram að BF2 er einstaklega vel heppnaður og það hefur verið gaman að spila hann.
Mig langar að bera undir ykkur og vonast eftir þvi að fá einhverja umræðu í gang um nálægðina á milli BF1942, vietnam og BF2. Það sem ég á við er að þessir leikir koma hver á fætur auðrum og þar sem úrval leikja í dag er þetta mikið þá er spurningin sú hvort ekki sé verið að dreifa þeim sem á annað borð spila BF á 3 leiki því eins og flestir vita þá eru margir sem spila 1942 enn og jafnvel vietnam, sem ég sjálfur geri, en þetta er bara vangaveltur sem skipta kannski engu máli.

Annað sem mig langar að fjalla um eru flugvélarnar í leikjunum því mér hefur fundist þær misheppnaðar í nýja leiknum. Í BF1942 eru flugvélarnar hægfleigari og í mörgum kortum tók það nú bara dag góða stund að fljuga á milli auk þess sem það var ekki svo auðvelt að komast undan skothríð á þeim. Í vietnam komu svo þyrlurnar til sögunar og þær eru mitt uppáhald þar, en allt of góðar. Ég veit ekki hvað ég hef nauðgað mörgum kortum á þeim og eflaust margur spilarinn orðið gramur út í mig af þeim sökum, biðst velvirðingar á þvi. Þrátt fyrir þessa afsökun mína skulið þið ekki búast við neinni miskun ef þið mætið mér á þyrlu.
Þoturnar í tvistinum er hraðfleigar og þær eru auk þess allt of góðar en eins og mér hefur verið bent á þá eru þotur víst góðar yfir höfuð. Þá vaknar sú spurning hvort það sé þörf á þeim í leiknum hvort ekki meigi bara taka þær út og hafa fleiri þyrlur í staðin.

Það sjónarhorn sem commanderinn hefur finnst mér líka nokkuð mikið, nú er til dæmis ekki hægt að vera sniper án þess að menn finni mann auðveldlega með hjálp góðs commanders. Þarf hann virkilega að geta skannað svæðið og séð hverja einustu flís?
Og hvað er þetta með okkur sem eru á proxy serverum við getum ekki fengið neinar upplýsingar í BFHQ því sitjum við fastir með gömlu vopnin og getum ekki fengið fína stuffið. Það suckar virkilega feitt og eagames fá stóran mínus fyrir að hafa ekki hugsað út í þetta né hafa vit á því að laga þetta.

En hvað með það, leikurinn er jú góður í heildinna og ég vona að menn hagi sér vel á vígvellinum og njóti þess að spila leikinn heiðarlega.

Takk fyri