Ágætu BF2 spilarar,

Skjálfti 3 2005 er næstu helgi og er eflaust fiðringur í slatta af fólki. Kom það mér því nokkuð á óvart að nýabrumið hafi klikkað svona allsvakalega þegar það eru einungis tvö lið skráð á skjálfta í BF deildinni.

Vill ég hvetja ykkur sem hafið verið tvístígandi til að taka skrefið því þetta gefur okkur töluvert rými til að halda skjálfta með öðruvísi brag en hefur verið.

Þarna væri hægt að halda “hristing” þar sem við blöndum klönum saman eða jafnvel höldum squads (4 manna lið?) búum til úr annars klanlausum hópum til lið með blöndu af klanmeðlimum (ef allir eru samþykkir) og reynum að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu öllu saman.

Þetta væri hægt að gera ásamt venjulegri dagskrá.

Þið sem eruð orðin of sein að skrá ykkur getið sent mér póst á marine@89th.net eða fara á staðin og skrá ykkur við innganginn.

Með von um skemmtilega helgi,

[89th]Marine