Í tilefni þriggja ára afmæli 89th's ákvað ég að halda upp á það með því að skrifa smá grein um alvöru hetjurnar í 89th Infantry Divison úr seinni heimstyrjöldinni. Ég ætla þó aðeins að fara yfir það helsta, enda erfitt að segja frá öllu sem gerðist innan sveitarinnar í stuttri grein. Ég vill nota tækifærið og óska öllum 89-urum með afmælið, og til að tilkynna að ný heimasíða ætti að koma upp fljótlega á 89th.net.

Það má kannski byrja á því að fræða fólkið um hvað Division er akkurat, og af hverju það samanstendur.
Hlutdeiling hermanna í Bandaríska hernum er semsagt:

Army: Fleiri en 50.000 hermenn. Samanstendur af tveim eða fleiri Corps. Stjórnað af Höfuðs Herforingja ásamt Svæðis Herforingja. Hefur ekki verið í notkun síðan í lok Seinni Heimstyrjaldarinnar.
Corps: 20.000 til 40.000 hermenn. Samanstendur af tveim til fimm Divisions. Stjórnað af Liutenant General.
Divison: 10.000 til 15.000 hermenn. Samanstendur af þrem Brigades. Stjórnað af Major General.
Brigade: 3.000 til 5.000 hermenn. Samanstendur af tveim til fimm Battalions. Stjórnað af Colonel með hjálp frá Sergeant Major.
Battalion: 300 til 1.000 hermenn. Samanstendur af fjögur til sex Companies. Stjórnað af Lieutenant Colonel með hjálp frá Sergeant Major.
Company: 62 til 190 hermenn. Samanstendur af þrem til fimm platoons. Stjórnað af Captain með hjálp frá First Sergeant.
Platoon: 16 til 44 hermenn. Samanstendur af tveim til fjórum squads. Stjórnað af Lieutenant.
Squad: 9 til 10 hermenn. Minnsta deiling á hermönnum í hernum. Stjórnað af Sergeant eða Staff Sergeant.

Læt ég þessar upplýsingar vera nóg í bili, og byrja nú á sögu áttugustu-og-níundu hersveit Bandaríkjahers, 1944 - 1945.

Þar sem það er hægt að fara út í þvílík smá atriði í sambandi við staðsetningar og tímatöl, og hversu mikillar þolinmæði það krefst að lesa sig í gegnum allar þær upplýsingar, ætla ég að halda mér og ykkur, kæru lesendur, sem mest frá þeim upplýsingum í þessari grein, en bendi þó á að þær upplýsingar séu að finna á heimasíðu 89th's InfDiv.

Frá Bandaríkjunum, Til Frakklands.
Eftir langar og erfiðar æfingar þvert um bandaríkin, bæði sem landgöngu herdeild og sem létt herdeild, var 89th loksins tilbúin í slaginn, seint ársins 1944. Rúmlega tveim vikum eftir brottför frá New York, komu 89th menn til Englands, en dvöldu þar um stutta stund áður en þeir héldu til Frakklands. Þegar til Frakklands var komið, Janúar 1945, tók á móti þeim hafnar borgin Le Havre, illa leikin eftir stórskota- og loftárásir. Einnig tók á móti þeim kuldi og snjór sem breyttist svo í leðju, þegar leið á daginn. Eftir langa keyrslu í kuldann, kom 89. hersveitin að Camp Lucky Strike (Nefnd eftir sígarettu tegund, eins og svo margar aðrar stöðvar á svæðinu) sem var ó-uppsett, þó svo að sveitinni hefði verið tilkynnt annað. Kaldir, þreyttir og svangir hermennirnir þurftu nú að reysa upp stöðina í kaldri og leðjulegri jörðinni.

Moselle fljótið.
Um byrjun mars, 1945, fékk 89th skipun um að undirbúa sig fyrir bardaga og að leggja af stað til Þýskalands. Fyrsta verkefnið var að ná yfir norður og vestur-bakka fljótsins Moselle, rétt við bæinn Alf. 12. mars, 1945, lenti 89th í bardaga, í fyrsta skipti. Óvinurinn var ekki sterkur né skipulagður, enda flestir á flótta, og það leið ekki að löngu fyr en 89th voru komnir yfir fljótið. En áður en yfir fljótið var komið, lenti 89th í sínum erfiðasta bardaga. Í kastala og eyðilögðum turni, á litlum og mjóum bletti sem ýtti fljótinu til hliðar, oft kallaður “Tár dropinn'' eða ”The Tear Drop", voru 60 manns úr 14. Nebelwerfer deild þýska hersins búinn að koma sér fyrir og bárust með kjafti og klóm. Þessi bardagi varði í 2 daga og tók sinn toll af hersveitinni.

Rhine fljótið.
25. mars, fékk 89. hersveitin sitt annað verkefni. Að komast yfir fljótið Rhine, ásamt 87. hersveit. 89th komst yfir með mismunandi erfiðleikum, og varð fyrir talsverðu mannfalli hjá öðrum hópnum þegar árásar-bátarnir urðu fyrir skotum og sukku. þó nokkrir hurfu inn í ólgandi strauminn og týndust á meðan margir aðrir náðu í land. Í raun er merkilegt hversu margir komust lífs af, úr þessari atlögu. Þess má geta að 87. hersveitin komst yfir fljótið án mikillar mannfalls. Við þessa aðgerð opnaðist góð leið fyrir bandaríska herinn til að komast yfir fljótið Rhine, en fyrir vikið misstu 29 menn lífið, 102 særðust og 146 týndust í átökum.

Eisenach.
Fáeinum dögum eftir að hafa barist um fljótið, varð Eisenach, 60.000 manna þýskur bær, fyrir vegi 89th's. Yfir þessum bæ var reynt samningar viðræður, þar sem þýskur þriggja stjörnu hershöfðingi hafnaði hugmynd um að gefa bæinn frá sér, án bardaga. um 2 leitið, þá nótt, lét 89th rigna eldi og brennisteini yfir borgina, og um 6 leitið um morguninn, hefði stórskotaliðið hent 2.100 sprengjum á bæinn. Síðar þann dag réðst 89th inn í bæinn og tók 400 manns til fanga.

Ohrdruf.
Á meðan og aðeins sunnar, var 355. herdeildin innan 89. hersveitarinnar, ásamt 4. skriðdreka hersveitarinnar komin að Ohrdruf, 4. Mars 1945. Ohrdruf var vinnu-fangabúðir, og var þetta sú fyrsta stærsta, hingað til, sem Bandaríkjamenn höfðu frelsað. Aðeins fáeinum dögum áður en 89th kom að búðunum höfðu Þjóðverjar flutt alla þá sem gátu labbað í aðrar búðir, og skotið alla sem gátu ekki labbað. Illa leikin lík lágu hér og þar um búðirnar og var lyktin óbærileg. Áður en langt um leið voru Generálarnir, Eisenhower, Patton og Bradley, samankomnir til að skoða búðirnar. Þeir fengu sýningu frá þeim fáu sem náðu að fela sig í búðunum, eða þeir sem komust undan úr göngunni úr Ohrdruf. Eisenhower vildi fá allt myndað og skráð, til að sýna heiminum hversu hræðilegt stríðið var. Og til að koma í veg fyrir að fólk gæti hugsanlega neitað því að þetta hafi einhvern tíman gerst. Það eru engin núverandi ummerki um fangabúðirnar í Ohrdruf, og ef það væri ekki fyrir myndunum og skránum, þá væri þetta einungis sögusagnir og minningar hjá gömlum mönnum.

Lokaorð.
Maður lítur aftur í tímann, og minnist þess að þessir strákar voru í þjálfun í þrjú ár í Bandaríkjunum, fluttir til Frakklands og marsera svo leið sína inn í Þýskaland til að berjast í tvo mánuði. Tveir mánuðir og þeir misstu 222 manns, 692 særst og þó nokkrir týnst. Tveir mánuðir og þeir tóku rúmlega 43.000 manns til fanga og ferðuðust yfir 500 kílómetra. Eftir að hafa undirbúið þessa grein í smá tíma, og lesið hinar og þessar persónulegar sögur frá hermönnunum innan 89th's, þá verð ég að segja að ég sé stoltur að geta kennt mig við þessar hetjur, jafnvel þótt það sé ekki meira en það að vera í tölvuleikja clan-i, sem kallar sig sama nafni.

Ég vill nefna það, að ef fólk hefur áhuga á að læra meira um sögu 89th's, þá er hægt að finna sögur og upplýsingar ásamt myndum á heimasíðu þeirra. Þó að það er svo margt annað sem ég get sagt um 89th, og mig langar til að segja frá flest öllu, þá ætla ég að láta staðar numið hér áður en grein þessi fer út í ritgerðar efni. :)

Takk fyrir lesturinn og ég vill óska öllum 89th mönnum, gömlum sem og nýjum, til hamingju með 3ára afmælið.

Kveðja
[89th]Maj.FatJoe & 89th.net