Mod, komið af orðinu Modification (Breytingar), eru í stuttu máli breytingar á leikjum, eða notkun á leikjavél til að skapa annan (oftast nær fríann) leik. Mod eiga til með að lengja lífstíma leikja umtalsvert og bjóða upp á fjölbreyttni.

Mod hafa ávalt prítt Battlefield seríuna enda “auðvelt” að búa til bæði skemtileg og áhugaverð mod fyrir leikina. Í gegnum tíðina höfum við séð, til dæmis, þróuð Seinniheimstyrjðaldar mod, StarWars Mod, Sjóræningja mod, Stunts og Action mod's. Mod um Fortíðina, nútímann og framtíðina.. Stór og smá, mjó og feit, þröng og blaut…. ..og læt ég þar við kyrt liggja.

Það eru til nokkrar týpur af moddum, og af aðal-týpunum eru Þrjár: Mini-mods, Expansion-Packs og Total-Conversion.

Mini-Mod er, eins og nafnið gefur að kynna, breytt útgáfa af viðeigandi leik eða moddi. Það semsagt tekur upprunalegar upplýsingarnar úr leiknum/moddinu og breytir þeim smávegis. Gott dæmi af Mini-Mod er PRMM-moddið (Project Reality Mini-Mod) fyrir Battlefield 2.

Expansion-Packs eru, jú rétt eins og nafnið gefur að kynna, aukapakkar fyrir viðkeigandi leik eða mod. Það sem Aukapakkar gera, er að bæta við nýjungum inn í leikinn/mod-ið svo sem farartækjum, borðum, herum og svo framvegis. Með betri dæmum er Special Forces fyrir Battlefield 2, sem á að koma út í haust, svo og Road to Rome og Secret Weapons of WWII fyrir Battlefield 1942.

Total-Conversion eru þá stærstu útgáfurnar af moddum, en það tekur allt efnið í leiknum og breytir því út í hið ítrasta. Fjalla þá flest öll þau mod um aðra tíma eða aðra heima, og þú sérð varla smá part af upprunalega leiknum í þeim moddum. Þá hefur einnig verið lagt mestu vinnuna í þau mod við að búa til ný model í hundruða tali, og koma þeim inn í leikinn með ásættanlegu útliti. Svo maður nefni helstu dæmi um Total-Conversions, þá má segja Forgotten Hope, Desert Combat og Galactic Conquest, fyrir BF1942, séu þau stærstu.

DICE/EA ákváðu að gera þæginlegt og einfald mod tól fyrir BF2 samfélagið, og er það fáanlegt hér ásamt leiðbeiningum um notkun tólsins. Þetta er mun einfaldara tól en það sem kom út fyrir bæði Battlefield 1942, og Battlefield Vietnam. Í þessu forriti eru mörgum tólum saman safnað á einn stað, sem dæmi: Level og Terrain editor (til þess að búa til mapp) og Objects editor (til þess að breyta hinum og þessum stillingum á t.d. farartækjum og vopnum).

Fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með mod-tólið þá mæli ég með að kíkja á þessa korka, en þeim er stjórnað af Lawrence Brown og fleirum Mod support mönnum hjá EAgames. Gangi ykkur vel ;)

Annars ætla ég að láta þetta gott heita, og spila nokkur round í BF2

Sjáumst á vígvellinum
Kveðja
[89th]Maj.FatJoe