Assault Þessi grein fjallar(augljóslega) uppáhalds classinn minn, assault. Það hafa verið gerðar ótal skoðanakannanir um hvaða class sé nú bestur, í raun og veru er þetta slæm spurning til að mynda könnun úr því fólk mistúlkar hana á þann hátt að á meðan sumir túlka hana sem “Hver er uppáhalds classinn þinn?” þá túlka aðrir hana sem “Hvaða class er að meðaltali bestur”.
Ég vill meina að assault classinn sé besti classinn með tilliti til seinni spurningarinnar, ef mið mælum útfrá lífseigju og getu til að drepa andstæðinginn. Afhverju? Ég mun útskýra afhverju hér á eftir.

Sumir myndu spyrja “Afhverju assault en ekki medic?”. Medic hefur jú sömu byssu, getur hlaupið lengur og hefur hæfileika til að safna stigum með því að lækna og lífga aðra við, en ég vel assault út af tveim kostum aðalega:

- Armor Assault hefur armor eins og flestir vita og þolir því fleiri byssukúlur. Hann ver assaulterinn fyrir skotum í bringuna en ekki í hausinn. Þetta getur aukið líflíkur þínar töluvert, hinsvegar er armorinn gagnslaus ef óvinurinn hefur yfirhöndina, þ.e kemur þér að óvörum, tala nú ekki um ef þú lendir á móti skriðdreka eða APC á opnu svæði.

- Grenade Launcher Þetta vopn er ómetanlegt, sérstaklega í borgarkortum eða þar sem mikil þrengsli eru. Þetta vopn er primary vopn hjá mér þ.e ég hleyp nánast alltaf með grenade launcherinn á. Með dálítilli æfingu er þetta vopn ein mesta martröð óvina hermansins. Sjálfur er ég í sæti 5000 og eitthvað með þetta vopn í heimslistanum.
Grenade Launcherinn hefur þann hæfileika að valda skyndidauða óvinarins þ.e drepa hann áður en hann nær að verja sig að einhverju ráði. Sprengingjuradíusinn er ekkert sérlega stór en ef sprengjan nær ekki að drepa, getur viðkomandi alltaf dregið upp vélbyssuna.
Annar kostur grenade launchersins er að hann hefur anti-tank gildi, þó lítið sé er það samt nóg til að hrista upp í óvina APC jafnvel tank.
Grenade launcher tekur út óbrynvörðu bílana(FAV, DPV) í einu skoti, en þá brynvörðu(Hummwee,GAZ) í tveim. Assaulterinn getur jafnvel tekið út APC(með sirka 5 sprengjum) og meira að segja þyrlur(sé þær á lítill hreyfingu í lítilli hæð). Assault ætti hinsvegar aldrei, nema í ýtrustu neyð að fara á móti skriðdreka, assaulter getur ekki tekið skriðdreka með fulla heilsu út.

Það er eins með assault classinn og alla aðra classa, þú verður að velja þér réttann vígvöll, þó það gildi að vissu leyti ekki jafn mikið um assault þá er það mikilvægt engu að síður. Assault eins og aðrir infantry classar ættu að forðast opinsvæði ásamt aðstæðum þar sem óvinurinn getur auðveldlega komið auga á hann(dæmi: Þar sem augnlína óvinarins til assault hermannsins sker ekki landslagið. Með öðrum orðum þar sem sjá má útlínur hans bera í himininn. Þetta á þó ekki aðeins við um himininn, heldur einnig aðra ljósa og/eða hreina fleti.)
Þegar óvina fáni er í sjónmáli, ekki rjúka strax af stað, bíddu og skoðaðu þig um, athugaðu hvort þú getir ekki einangrað einhvern óvin frá hópnum og drepið hann. Notaðu skjól-hlaupa-skjól aðferðina til nálgast fánann.

Eftirfarandi er listi yfir óvini og hversu vel assaulterinn ber sig gegn þeim:

Á móti:———-Hversu áhrifaríkur:
Infantry Frábær
Scout Car Mjög góður
APC Sæmilegur
Tank Hræðilegur
Þyrlur Slæmur
Flugvélar Ómögulegur
Bátar Mjög góður(Sé báturinn nálægt landi)

Assaulter getur varið sig gegn nánast öllu, þó misvel. Ákjósanlegt skotfæri er short-medium.

P.s Þessi mynd sem ég teiknaði hér til hliðar er kómísk útgáfa af assault í BF2. Behold my ultimate MS Paint skills!