ákvað að senda þetta inn sem grein eftir að nokkrir vel valdir menn benntu mér á að þá yrði sennilega meiri og líflegri umræða um þetta.

Anti Tank er að mínu mati sá class sem er sveigjanlegastur og er sterkastur á flest öllum sviðum, gef ykkur vonandi vel þegnar leiðbeiningar og ráð í þessum pósti.

Anti tank er að mínu mati vanmetnasti classinn(sama með bf42) sem finnst í leiknum( hvaða bf42 spilari sem eitthvað hefur spilað að ráði hefur ekki verið drepinn af Iceberg eða Ironfist í stalingrad ?), annars nóg komið af nostalgíu.


Það fyrsta sem menn þurfa að læra þegar þeir nota AT kittið er að þeir verða nauðsynlega að læra að velja sér bardaga og að neyða andstæðinginn að berjast við þig á þínum grundvelli, til þess að geta gert þetta verður AT hermaðurinn að þekkja kosti og galla vopnana sem hann ber og hvernig hann á að nota þau.

Skammbyssan
Fyrsta og mikilvægasta vopnið að mínu mati er skammbyssan( vopnið sem þú dregur fram þegar allt annað er uppurið) og kannski nýtist best gegn fótgönguliði í návígi og svo eru skammbyssurnar einnig virkilega nákvæmar á millilöngum færum með ironsights uppi, það sem gildir máli í þeim aðstöðum er að menn þurfa að temja sér skothraða þarsem menn fullnýta bæði þann skothraða sem er boðið uppá og einnig að taka sér tíma til að laga miðið að skotmarkinu aftur til að vera viss um að hitta(30-60% hittni á millilöngum færum gegn skotmarki á hreyfingu er mjög gott), svo í návígi hefur mér reynst best sú tækni að taka “double tap”( tekinn eru tvö skot með sem minnstu millibili í bringu og hugsanlega hausinn ef það er verið að berjast við assault. Af einhverjum óskiljanlegum virðist m9(usmc) vera í uppáhaldi hjá mér af skammbyssum.

Secondary vopn
Til að byrja með eru menn með type85,mp5 og pp19(best af þessum þremur að mínu mati, stærsta clippið og betri í meðhöndlun) Persónulega finnst mér öll þessi þrjú vopn nánast gagnlaus þegar og ef maður hefur opnað anti tank vopnið(dao12) þarsem smg's nýtast lítið sem ekkert nema á stuttum færum og allt lengra enn það þarf að fara fram á semi automatic þarsem skammbyssurnar eru oftast að standa sig betur, að mínu mati eiga þessi þrjú vopn að vera alveg gagnlaus miðað við hvernig ég vill meina að AT eigi að spilast þarsem dao12 er margfallt öflugara vopn á styttri færum þótt það sé margfallt erfiðara að ná valdi á henni og að læra að beita henni( tók mig Þónokkra klukkutíma í spilunn að ná að drepa með henni í öðrum færum enn virkilega stuttum).
Ég veit að margir eiga ekki eftir að vera sammála mér varðandi þetta enn þá tel ég að þessi vopn séu lélegri kostur enn dao12 í flestum tilvika( standa sig þá einna best vs dao12 í frumskógum og skógum þarsem menn liggja kannski í leyni og “spreyja” óvininn niður.

Antitank Missiles
Eryx og Predator eru vopnin sem gera AT klassann að því sem hann er, að mínu mati einhver skemmtilegustu vopnin í leiknum, getur notað þau sem sniper riffil(hver vill lenda í sniper sem þarf ekki að miða á þig heldur einungis elta þig uppi með eldflauginni sinnni ?) og svo geta AT eldflaugarnar útdeilt dálitlum sársauka þegar menn eru komnir í návígi og einungis er skotið nálægt mönnum í jörðina.
Í raunini á tanker aldrei möguleika gegn nægilega þolinmóðum AT í landslagi sem er ekki gjörsamlega opið og oftast er besta ráðið handa tankernum að kasta út reyk og þrykkja í burtu eins hratt og hann getur og þá helst í bakkgír til að opna bakhliðinia ekki fyrir hinum gífurlega óttalega krafti sem AT býr yfir :p.
Enn einsog með flest er galli á gjöf njarðar, AT'inn hefur oftast ekki fleirri eldflaugar enn það að hann geti tekið út einn heavy tank ef hann er að skjóta í hliðina á honum og þá er hann nánast varnarlaus gegn skriðdrekum,apc's o.s.f. nema hann sé kannski hluti af squad sem innihaldi einhvern sem er að spila sem support eða sé með commander sem hefur það frjálst að geta veitt supply drop eða AT'inn er einfaldlega commander sjálfur :p .
Til þess að geta lifað af þarf AT'inn að dansa dans við skriðdrekann og þá er “dansinn” hugsanlega þannig að AT'inn felur sig bakvið hrygg,tré eða einhverja hindrun og poppar upp til að skjóta í skriðdrekann og nýtir sér umhverfið á sem bestan hátt og reynir að snúa á tankerinn( mjög gott að muna að skriðdrekar eru virkilega fyrirferðarmikil tæki og hafa ekki sömu hreyfigetu og komast ekki um einsog fótgöngulið þótt þeir geti t.d. sér það að nota sjónarhornin utaná og hafa kannski snúið fallbyssunni til að plata þig upp og snúa topvélbyssunni í gagnstæða átt og fylgjast með þér í sjónarhorni fyrir utan skriðdrekann og bíða eftir því að þú stökkvir upp til þess að geta fyllt þig af blýi.


Dao12
Til að byrja með verða menn að aflæsa þessari byssu og menn gera það með því að spila á ranked netþjónum einsog t.d. btnet og standa sig þar og vinna sér inn 1000 stig og fá tignina lance corporal.
Tek hana hér sér fyrir þarsem þetta er allavega einsog er mitt uppáhalds vopn í leiknum og fátt sem mér finnst skemmtilegra enn að nota hana í návígi. Kúnstin við að nota dao12 er að nánast sú sama og er við að nota skammbyssuna, menn verða að gera sér grein þegar þeir nota dao12 að þetta er haglabyssa og það er verið að skjóta haglaskotum sem eru aðeins stærri enn þau sem notuð eru í riffla að venju og byssan þessvegna þónokkuð mikið þannig að til þess að ´hún gagnist eitthvað á færum yfir tveimur metrum verða menn að taka sér tíma og temja sér skothraða( ég persónulega tímaset skotin mín þannig að ég skýt á 0.5 sek fresti þannig að ég tel frá einum og byrja að skjóta þannig að 1-2( þá hafi ég skotið tveimur skotum og sé tilbúinn að halda áfram án þess að bakslagið sé að neyða miðið og langt frá skotmarkinu sem ætti að vera bringann á andstæðingnum, svo hefur reynst mér oft vel og þá sérstaklega vel innandyra að spreða þessu bara öllu útum allt :D )

Svo eru nokkur ráð varðandi almenna spilamennsku sem at einsog það að halda sig ekki á vegum heldur kannski frekar í vegkantinum þarsem auðvellt er að finna skjól og verjast/fela sig fyrir andstæðingnum og að reyna að nýta hvert at skot sem best með því að skjóta í hliðarnar(sjálfur er ég ekkert hrifinn af því að staðsetja mig fyrir ofan skriðdreka til þess að skjóta í hann nema ég sé í aðstöðu til að skjóta í hliðarnar/rassinn á honum, finnst best að vera helst í það mikilli fjarlægð að hann geti ekki hitt, fyrir neðann hann t.d. við brýr o.s.f. þannig að hann geti ekki miðað það lágt að ég sé frír eða alveg uppvið hann þannig að það sé verið að beita helstu fötlun skriðdrekana/apc's sem er hve blindir þeir eru gegn þeim og jafnvel nota þá sem skjól fyrir óvininum(nema t.d. að maður lendi í apc sem er fullur af skotglöðum gunnerum).

Þetta var bara einn kafli í “ástarsambandinu” mínu við AT kittið sem hefur staðið yfir síðan ég spilaði bf í fyrsta skiptið( Easy menn tóku sig saman á public og ruku upp omaha strönd með zookurnar uppi) og svo hápunktar einsog á skjálfta með sérstaklega Viking og svo seinna Fkn!!.

Takk fyrir mig væri gaman að fá álit ykkar á greinini og skoðanir ykkar varðandi ýmis atriði.

Annars þakka ég bara fyrir mig og bið einungis um álit ykkar á hinum ýmsu atriðum og bið alla um að halda áfram að skemmta sér og panzercracka og að vera panzercrackaðir.
We are the hollow men