Liðsforingi - squadleader Sælir BF2 félagar.

Það hefur verið mikið talað um commanderinn en mjög lítið um squad leaders(SL) miðað við hvað þeir eru mikilvægur þáttur. Ég vil aðeins brydda uppá því.
Sjálfur reyni ég alltaf að vera í squad, jafnvel ef ég er bara einn og er þá sniper eða í þyrlu, svo ég geti fengið supplies eða info hvar óvina armor er.
Það skiptir gríðarlegu máli fyrir commanderinn og liðið í heild að squads (SQ) og SL séu skipulögð. Squads þurfa að vera heild og sjálfum sér nóg með ógn við infantry og armor.
Að mínu mati eiga SQ langoftast ekki að hafa færri né fleiri en 4-5 menn. Oft er gott að SQ séu líka með tilgang. Sum eru basic, sum spec forces og sum eru defence. Gott að það séu amk 2 basic, 1 spec forc og 1 defence
Sem dæmi:

Basic squad 5 menn
Tilgangur: ná flöggum, defence á flöggum, gefa support á flöggum í árás og defence
1 medic (þarf alltaf, halda liði og SL á lífi),
1 support (ammo fyrir spec forces og anti tank sérstaklega mikilvægt),
1 Anti tank (1 APC getur drepið heilt squad án hans),
2 Assault eða Spec forces, helst assault sem infantry cover.

Spec forces 3-4 menn
Tilgangur: Sprengja AA og UAV tæki óvina commander.
2 spec forces, 1 support og kannksi 1 medic

Defence 5-6 menn
Tilgangur: Halda erfiðum flöggum t.d. í miðju mappi. Mikið action í þessum.
1 support, 1 medic, 1-2 anti tank, 1-2 assault.

SL hefur ábyrgð. Hann þarf að hafa í huga að hann er spawn point og stjórnandi svo hann verður að reyna halda sér á lífi. Best finnst mér því að SL sé í einhverskonar support hlutverki eða jafnvel sniper sem er aðeins í burtu og spottar óvini og er líka öruggt spawnpoint.
Oftast er ég support. Reyni að henda ammo packs útum allt, fer svo frá og gef coverfire fyrir liðsfélaga. Ágætt líka að vera medic en þá er samt alltaf hættan að maður hlaupi út í dauðann að bjarga félögunum, sem gætu allt eins spawnað eftir 15 sec. Maður safnar líka fínu scori sem medic og support þannig svo maður er ekki heldur að fórna stigum.

Það er heilmikil taktík í liðsheildum. Commanderinn getur virkilega blómstrað ef hann hefur góð SQ undir sér og snúið leiknum sér í hag.

Spurningar, comment og svör vel þegin.

Schistosomiasis,
aka BF2:Vonneguts
Schistosomiasis