Frá því að Leikurinn sem svo margir okkar féllu fyrir, fyrir ca 3 árum hefur mér hlotist sá heiður að spila með sennilega flestum ef ekki öllum bestu spilurunum á landinu, bæði með CP, START, ice og síðast en ekki síst landsliðinu. Með það í huga þá langaði mig að endurspegla hugsanir mínar á hverjir mér fannst vera bestir af þeim sem ég hef spilað með.

Athugið ég ætla kannski að fara aðeins dýpra í þetta en þegar Gummi og Jón Heiðar gerðu þetta á sínum tíma og þetta á ekki líta út eins og innkaupalisti. (þeir skilja þennan sem vilja), heldur einungis ljúta höfði fyrir þeim sem hafa lagt á sig ótrúlega vinnu til að komast í topp 5 í virtustu deildinni í Evrópu ásamt því að stunda kapp með landsliðnu.


Allavega ég ætla byrja á flugmönnum, sennilega er fátt skemmtilegra en að vera góður flugmaður í þessum leik, en flugmenn að mínum mati hafa oft ákveðna galla, þá sérstaklega þeim finnst svo gaman að fljúga að þeir sjást ekki á jörðinni og fyrir vikið verða of sérhæfðir, guði sé lof þá á þetta þó ekki við alla. Mér hefur þó hlotist sá heiður að spila með honum sem flestum okkar þykir hvað bestur..

Flugmenn : Nonni (Aim@me)hefur nánast síðan leikurinn kom út borið höfuð og herðar yfir alla flugmenn hér á landi finnst mér, ég hef spilað með honum nógu marga leiki til að vita að þegar maður tekur út heilu flugflotanna og endar í 2 x 30 – 0 í Gazala að þá hlýtur maður að geta eitthvað, og við erum ekki endilega við einhver skítalið hérna. Það sem líkar hjálpar honum er að hann er fínasti tanker líka og umfram allt ágætis peyji (eins og við segjum í eyjum). Það eru þó margir sem fylgja fast á hælunum honum, Einar (Cheesy) kann nú alveg ekkert síður listina að fljúga og Titan sem þó mætti vera meira aktívari. Ég verð líka að segja að sennilega er Súsair (Marlone) fyrrum Adios maður sennilega sá efnilegasti sem ég hef séð lengi og held ég að menn megi búast við miklu af honum í hvaða framtíð sem hann velur sér. Margir hafa þeir verið góðir flugmennirnir samt í gegnum tíðina og má nefna menn eins og Vondakallinn (eða hvað sem hann hét), Yank, Sunshine og ekki má gleyma Tomma (Bizzleburp), sem ávalt bauð upp á nokkrar grúppíur með sér á lönum.

Skriðdrekakagglar : Tankerar eru sennilega fyrir mörgum það sem er næst mest pirrandi í þessum leik (á eftir flugmönnum), góðir tankerar geta auðveldlega spilað 20-0 í borðum sem Aberdeen og fáir sem ekki hafa þann skill skilja ekki hvernig. Það hefur lengi verið mín skoðun að það henti eldri “strákum” (sem mér)  að vera tanker, af því að þar snýst kannski ekki endilega um snerpuna sem yngri strákarnir hafa oftast meira af, heldur frekar nákvæmni, þolinmæði og síðast en ekki síst að vera klókur. Og þar sem ég get nú ekki staðið í því að dásama sjálfan mig fyrir að vera bestur er réttast að benda á aðra.

Hér finnst mér eiginlega engin ákveðin standa uppúr sem langbestur, þeir sem ég vill þó nefna er lítill drengur sem kallaði sig á sínum tíma Maverick þegar hann var í Föntum, ég man það en í dag hvernig hann rasskellti mig framm og aftur í Tubruk mér til mikillar óánægju, og hann var bara 15 eða 16 ára, jeddúdamía. Allavega stuttu síðar var hann hluti af hinu sterka liði CP undir nafninu Nonni og hlaut oft viðurnefnið blúbb. Þessi drengur hafði einstaka ánægju að láta eins og fífl á meðan hann kláraði mest allt óvinaliðið á eigin spítur. Ég held að ég geti ekki klárað þetta án þess að nefna fleiri afbragðs spilarara, eins og félaga minn úr ice, Cheesy, hann er ekki einungis afbragðs flugmaður heldur einnig haugagóður á tank og þá sérstaklega M10. Það eru fáir sem maður á jafn auðvelt með að spila með eins og Einar, þar sem maður getur bókað að þó maður fari í einhverjar skógarferðir er hann með manni einnig. Það sama má segja um Hlyn Mr.G, þegar hann má vera að koma af rúntinum á nýja Mustangnum þá gerir hann stundum furðu mikið gagn. Ég hafði lengi mætur á þeim félögum úr Overlord Satan og Opel, Satan var eiginlega sá fyrsti sem ég sá hér á landi sem gat hitt almennilega af long range, en það er eitt af því mikilvægasta sem tanker að þurfa aldrei að lenda í close combat á tank að mínu mati. Opel svo aftur á móti flokkast sennilega í svipaðan flokk og ég, svona kallar komnir yfir 30 vetra og er lúmskur og útsjónarsamur, sem er sennilega jafn mikilvægt og long range hitni. Ég get heldur ekki hætt án þess að nefna Jóa Machivellian (ég nenni ekki að muna öll hin nickin sem hann hefur notað) En það kvikindi er sennilega það allra útsjónarsamasta og besti aggressívi tanker sem finnst hér á landi, hann kannski á stundum það til að vera full aggressívur reyndar  og maður á fullt í fangi með að elta hann um allar trissur haha.

Er þá ekki réttast að tala aðeins um infantry mennina sem ég hefur hlotist sá heiður að hafa reynslu á að spila með. Ég held að það væri ekki sanngjarnt að nefna neina sérstaklega infantry menn nema flokka þá eftir infantry Assault, AT, snipers og Engineers.

Infantry (Assault/Medic) : Að mínu mati hefur það sem okkur sem land hefur vantað allan tímann frá byrjun þessa leiks eru nóg af Assaultum/Medics staðreyndin er sú að við eigum ekki nógu marga góða til að standa í liðum eins og Þýskalandi og Svíþjóð og sást það berlega í landsleikjunum. Við stóðum okkur fínt í tankamöppum en skitum svo á okkur í rest. Það er þó einn maður sem áberandi stóð uppúr og gerir en að mínu mati, Djúsi er að mínu mati langbesti infantry á landinu og hefur verið mjög lengi. Það sást best í landsleikjunum að hann var sá eini sem stóð í heimsklassa gaurunum og eflaust hefur CS reynsla spilað vel inní. Strákurinn á það þó til að vera svolítið villtur og að minni reynslu var best að segja bara við hann “dreptu” í stað að plana eitthvað með honum, en reyndar dugaði það líka bara fínt oftast , Grimmur var seigur með Barinn, Saxi er sleipur og er orðin reynslubolti og nýtist þar CS reynsla hans vel, annar sem er vel vert að nefna er Bjarni en hann er svolítið skrítin leikmaður en hann á það til að eiga bestu leikina þegar allir aðrir eru að gera í brækurnar í liðinu. Mér hefur alltaf þótt Auddi skratti seigur infantry og ef ég mætti mæla með einhverju fyrir hann myndi ég leggja flugvélina til hliðar og einbeita mér frekar að infantry, en ég veit að það er erfitt , Baldrick var einhver sem var ótrúlega fljótt góður, og varð bara betri eftir að hann joinaði Adios, en því miður er eftir því sem ég best veit, hættur að spila eins og ofannefndur Grimmur. Að sjálfsögðu má ekki gleyma Sopa en eftir að hafa séð á einhverjum Skjálftanum á þessum tölvugarm sem hann var að spila á, skildi ég engan vegin hvernig hann gat drepið nokkurn. Ef eitthvað þá fannst mér erfiðast að velja einhverja út í þennan flokk því staðreyndin er sú að við eigum ekki svo marga góða.

Antitank er svolítið sér ættbálkur, þessir gaurar eru að sjálfsögðu einhverjir mest pirrandi skrattar fyrir mig sem finnast, en það er að mínu mati mjög einfalt að finna hver er bestur í þessari stöðu, og þeir sem eru ekki sammála hljóta bara vera veruleikafirtir, Gummi (Iceberg) ber algjörlega höfuð yfir alla í þessari stöðu, hann er ekki einungis einstaklega klókur heldur er hann svo seigur að finna nýja winkla á leiknum og ekki skemmir fyrir að hann er úrvals infantry Assault og Tanker líka. Ekki má samt gleyma mönnum eins og Ironfirst sem gefur skít í score og ranking og bara hefur mestan áhuga að taka einhvern tankerinn aftanfrá (já þetta var klúrið).

Engineers eru seigir skrattar eins og AT, þeir mega mér oft lítils í close combat eins og AT en þar kemur sér vel að vera lúmskur og útsjónarsamur. Það eru nokkrir fínir engineerar hér á landi finnst mér, en fáir sem eru jafn góðir og Kim Larsen að mínu mati, sá skratti er oft sekundu á undan manni í hugsun. Einnig þótti mér til mikils koma af Villeshout þegar hann var upp á sitt besta, það voru fáir sem voru jafn hittnir með rifflinum eins og hann, sama mátti segja um E.L.E en hann er skuggalega hittinn með rifflinum en er reynslulítill nema á public. Í augnablikinu man ég ekki eftir neinum fleirum svo ég læt þetta duga að sinni.


Snipers : Síðast og síst vill ég nefna nokkra snipera til sögunnar, en ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá skil ég ekki hvernig nokkur maður nennti að velja sér sniper sem einhver sér klass, hann er nánast useless í skrimmum nema kannski rétt til að gefa hnit fyrir Artillery sem góður Artillery maður þarfnast hvort sem er ekki. Ætli við veljum ekki bara þá sem eru mest pirrandi en mig minnir að einhver Jollinn og Arkon t.d. hafi verið sæmilega pirrandi með þessa snípera. Annarrs þarf ég sjaldnast að hafa áhyggjur af því inn í tanknum mínum.

Fyrst við erum nú byrjaðir að tala um Artillery þá ætla ég að tilnefna og dásama sjálfan mig sem slíkan, því ef einhver vissi hve mikla vinnu ég hef lagt í hin og þessi borð við þessa iðju þá myndu þeir halda/vita fyrst hvað ég er geðveikur.

Overall : Að lokum vill ég nefna besta overall BF mann sem ég hef nokkurtíma spilað með, það munu kannski sumir verða hissa, þar sem þeir sjá hann fyrst og fremst sem flugmann en ég tel að Nonni Aim sé besti BF spilari sem ég hef spilað með, yfirburðir hans í loftinu, auk þess að vera úrvals tanker og vel nothæfur infantry hafa komið mér að þessari niðurstöðu. Ég hef reyndar haldið þessu framm lengi og fer ekki af þessu. Fast á hæla hans eru Jói Mach og Einar Cheesy.

Og núna vill ég benda á að ég sagði í byrjun greinarinnar að ég væri að nefna þá menn sem ég hef spilað með einhverntíma og eða hef reynslu af á public, það þýðir ekki að einhver sem ekki var ekki nefndur ætti ekki skilið að vera þarna.
Kveðja Kristján - ice.Alfa