Jæja gott fólk, nú lýtur út fyrir að BF2 verði ekki tilbúinn fyrir næsta Skjálfta (Demó? Held ekki).

Það vakti eitt athygli mína sem Adios // ZurGuR sagði hérna á korkunum.
Annað mál er nú kannski með Skjálftann næsta, ætli BF42 verði til spilunar, þar sem leikurinn er nú orðinn gjööööööööööööööör þreyttur og kannski fá lið sem nenna og geta mætt þarna.

Mjög margir virðast “loksins” vera komnir á þann sama stað og ég og byrjaðir að fá leið á BF (ég á ekki að þurfa að taka það fram að ég er ekki að segja að allir séu komnir með leið á honum).

Þá er það að aðal málinu hérna.
Hvernig þætti fólki, bara upp á gamanið, að spila Battlefield Vietnam á Skjálfta 2 '05?

Ekki bara hrista hausin eins og margir þverir og íhaldsamir 1942 spilarar hafa alltaf gert. Klárið allavega greinina og reynið að lýta á þetta frá því litla sjónarhorni að reyna að hrista aðeins upp í hlutunum fyrir BF2 og þar að auki, það er alveg eins hægt að skemmta sér í Vietnam eins og í 1942 þrátt fyrir að hann sé ekki alveg jafn 100% fullkominn*

*Ég veit um fjölmarga 1942 spilara sem sögðu að Vietnam væri gallaður og að þeir vildu ekki spila hann. Kom svo í ljós að þeir spiluðu allir 1.0, 1.01 eða 1.02 en núna er í gangi 1.21 sem er búinn að laga leikinn stórlega.

Ég veit að flest allir eiga Vietnam, bara falin einhverstaðar inn í skáp. Ég veit að [I'm] og [89th] menn spiluðu hann (seinna undir 7k$m) ásamt mörgum fyrrum Föntum sem kölluðu sig Apoc, TGz voru líka mjög öflugir en ekki má gleyma liðum eins og Lopez og DEM. Svo auðvita var landslið hérna á klakanum í Vietnam.

Ég þarf ekki að telja hvað Vietnam hefur upp á að bjóða, hann hefur basically allt það sama og 1942 með þó nokkrum breytingum og “add-ons” og breytingum við hæfi.
Ég þekki þó nokkra rosalega öfluga þyrlu flugmenn og gætu margir gömlu rellu gaurarnir úr 1942 skemmt sér vel við að reyna að sýna “skillz” á þyrlunum ;)
Persónulega er ég infantry spilari (tanker þegar hefur þarft) og verð að segja að ég skemmti mér sjálfur miklu betur í Vietnam. Sama hvort það er sem infantry, á tank eða á þyrlu (þó að tankarnir í 'Nam séu líklegast stærsti galli leiksins).

Ef menn hafa áhuga á að prufa þetta á einum Skjálfta bara upp á gamanið þá geta vinir sett saman lið bara fyrir Skjálfta eða ef það eru nógu margir í einu clani sem kæmust þá gæti clan mætt bara með heit Vietnam division!

Það yrði bara gaman að þessu og menn gætu skemt sér ágætlega fram að BF2.
Endilega lýtið á þetta með opnum huga. Ekki vera svo rosalega þröngsýnir að halda að 1942 sé eini leikurin sem er hægt að hafa gaman að. Þetta er nú einu sinni Battlefield sem við erum að tala um héra ;)