Eins og einhverjir hafa tekið hefur hluti START liðsins verið innlimað í ice Gaming samfélagið. Fyrir ekki svo löngu bauð ice gaming okkur samvinnu eftir glæsta framistöðu START í Clanbase. Höfðu þá ice gaming verið í einhverntíma að leita að íslensku afburðar Battlefield liði til að bæta við í sitt samfélag Counterstrike og Warcraft liða. Tölvuversluninn START hefur verið okkar eini styrktaraðili í langan tíma og á mikið hrós skilið fyrir þá hjálp sem þeir hafa lagt okkur til liðs í gegnum tíðina og erum við þeim mjög þakklátir. Hver veit nema START verði einn af fjölmörgum styrktaraðilum ice gaming í framtíðinni?

Eins og flestir vita er START liðið sameinað Fubar og CP/START að mestu leiti en núna í þetta sinn var START í raun lagt niður í þeirra mynd sem það var og ice.bf stofnað. Um leið voru menn sem hafa ekki sést í BF42 frá sameiningu CP og Fubar teknir úr liðinu, flestir vegna inactivity en um leið er þeim öllum gefin kostur að sanna sig á nýju og mega þeir vita að þeir eiga alltaf griðastað með okkur á server. Við það minnkaði hópurinn töluvert en samt er sami kjarninn sem við í gamla START höfum lært að geta stólað á í langan tíma núna.

Um leið var sú ákvörðun tekin að taka inn nýja menn og er verið að leita bæði innlands sem utan. Það er þó okkar hugur að stóla helst einungis á Íslenska leikmenn ef mögulegt er, þar sem að reynsla okkar á hinu, er skulum við segja misjöfn. Því um leið auglýsum við nokkrar stöður innan liðsins lausar. Við erum við að leita að 1-2 flugmönnum, 3-4 infantry og 3-4 tankerum. Ef menn hafa áhuga að spila við þá bestu í heiminum á leveli sem á sér engan líkan á Íslandi, þá mæli ég með því að menn skoði þann möguleika áður en BF42 verður allur.

ATH! ef menn eru í öðrum liðum núna þá vill ég benda á að samkvæmt CB reglum má maður vera skráður í eins mörg lið í CB laddernum og maður vill ef maður notar bara sama auðkenni (nickname). Þannig þurfa menn ekki endilega að segja skilið við lið sín heldur geta spilað með báðum ef þeir vilja það. Ég hef lengi reynt að gera mönnum það skýrt að fara þessa leið til að nýta sem best þessa fáu góðu íslensku spilara sem við höfum og þá er þetta snilldarleið til að safna reynslu og prufa nýja hluti.

Að lokum viljum við í ice.bf þakka öllum sem hafa stutt við bakið á CP, Fubar og START í gegnum tíðina og vonum að samstarf okkar við ice verði eins ávaxtasamt og við eigum von á.

Fh : ice.bf, FleX aka Deadman
Kveðja Kristján - ice.Alfa