Battlefield 2 - Það sem ég veit Góðan daginn kæru lesendur, þar sem ég er lasinn og enginn inná server ætla ég að gera litla grein um það sem ég veit um Battlefield 2. Ég ætla að deila með ykkur því sem ég hef komist að með því að lesa mörg viðtöl, horfa á video og lesa mér til um leikinn. Byrjandinn og “hardcore gamerinn” eiga að geta lesið og báðir lært af.

Kynning

Í Battlefield 2 berst þú á okkar tímum og þú getur valið um að spila Bandaríkin,Kína og MEC (The Middle East Coalition) sem öll hafa mismunandi vopn (flest byggt á rússnesku vopnunum hjá MEC og kína)og tæki.

Meginmál

Eitt af því flotta eru “rag doll physics” sem gera það að verkum að hermenn deyja raunverulega, ekki hálfir inn í vegg eða með 2 mismunandi “dauðum” s.s maður dettur ekki á hnén þegar maður fær skriðdrekaskot í andlitið.
Leikmaðurinn þarf að vita muninn á að fela sig og að verja sig, núna heldur trégirðing ekki skriðdrekaskoti, það er hægt að skjóta í gegnum flesta þunna hluti o.f.l.

Þar sem að þetta gerist á okkar tímum eru eltisprengjur sem að gera þetta erfiðara (en miklu flottara ;)) heldur en í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún sá ekki mikið af eltisprengjum. Auðvitað er til leið til að verjast þessu, flest tæki hafa ákveðið magn af blysum eða reiksprengjum sem plata eltisprengjurnar. Þeim hægt er að sleppa ef maður fær svona viðvörunar merki á skjáinn (eins og jarðsprengju viðvörunin í battlefield 1942)sem þýðir að einhver hafi sent eltisprengju á mann.

Þeir sem hönnuðu leikinn fengu alvöru þyrluflugmann til að forrita þyrlurnar, hvernig þær fljúga o.s.f.v (hef heyrt að þetta verði á milli DC og vietnam og ég hef líka heyrt að vélbyssurnar á skriðdrekum séu ekki háðar fallbyssunni lengur (physics), það vita allir hvað það er böggandi að vera í mg42 og þurfa alltaf að fylgja fallbyssunni. Það verður líka hægt að beygja sig í vélbyssum á tækjum og stationary vélbyssum svo maður verði ekki sniper fóður janf auðveldlega.

Tveir nýjir klassar(kallar) sem maður getur spilað sem verða Special ops og support. Special ops sérhæfir sig á stuttu færi, sprengingum (C4 og öflufu stöffi ;)) og hann er hraður. support er þungur með mikið body armor sem ber færanlega vélbyssu sem getur verið gríðarlega öflug ef hún er notuð rétt. Sumir þekkja þessa frá DC.

Það sem er eiginlega það stærsta við battlefield 2 eru sveitirnar, það er hægt að stofna sveitir á vellinum sem vinna saman og eiga auðveldara með að ná takmarki sínu en “the lone wolf”. Það er einn sveitarforingi sem gefur skipanir og hann er hreyfanlegt spawn point fyrir meðlimi sveitarinnar. þeir get talað saman ígegnum VOIP og sveitarforinginn getur talað við stjórnandann (commander) sem ég tala um næst.

Stjórnandinn sér völlinn eins og í RTS (real time strategy) leik. Hann hefur svona abilities sem geta hjálpað fólkinu hans, eins og artillery, supply crates og fleira. Ég hef heyrt að hann sé drepanlegur inni í leiknum en hann fær engin stig fyrir að drepa heldur fær hann stig fyrir það hvernig liðið stendur sig.

Medics og engineers geta breytt tækjum í hreyfanlegt sjúkrahús/viðgerðarstöð og lækna/laga allt í kring. Eitt sem er svalt eru straumpúðarnir eða hvað þetta nú er sem er notað til að lífga fólk við sem medic gengur með og hann getur lífgað við vini eða meitt óvini ef hann kemst nógu nálægt.

Nokkur lokaatriði sem margir vilja vita:

- ÞAÐ VERÐUR DEMO, veit ekki hvenær segir starfsmaður EA

- Það á að gefa hann út 27. júni(þetta er mjög óstöðugt)

- Fyrir þá sem horfðu á 56 min videoið þá held ég að hann hafi sagt “Bunny hopping decreases your stamina” en ekki “increases” sem mér fannst eins og hann hafi sagt fyrst.

Takk fyrir að lesa, endilega bæta við því sem ég gleymdi eða nennti ekki að skrifa.
O|||||||O