Nú er wintercup, bikarmót sem clanbase stendur fyrir að hefjast og hafa þeir valið 10 frábær costum kort og hafa 89th menn verið svo duglegir að setja upp server sem þessi kort eru á auk þess sem þeir hafa sett kortin á netið og þið getið sótt þau hér: http://89th.vortex.is/files/clanbase. Til að installa þeim seturðu þau í möppuna C:\Program Files\EA GAMES\Battlefield 1942\Mods\bf1942\Archives\bf1942\levels.

Ég ákvað að gera grein um þessi kort og í dag ætla ég að taka þrjú þeirra fyrir en þau eru: Saint Sauveur, UN_Ihantala og Hells highway, njótið.

Saint Sauveur er stórt kort, tankakort. Bretar og Þjóðverjar háðu þessa orustu. Allied menn byrja með þvílíkt stórskotalið sem getur farið yfir tvær brýr til að sækja að axis mönnum. Önnur brúin er stutt frá og leiðir að flaggi sem ég kalla axis frontline 1. Þar á eftir eru tvö flögg sem eru beint á móti hvoru öðru og eftir að allied menn hafa ráðist á þessi tvö flögg ættu þeir að hafa misst töluvert af mönnum. Svo er annað flagg sem ég kalla axis secondline. Uppí vinstra horni leynist svo ansi magnað flagg geymir þrjár wespur sem geta skotið í allied home ásamt einum tiger tila að vernda þær. Svo er axis home sem er víggirt og það verður ekki léttur leikur fyrir allied menn að komast þangað. Saint saveur er frábært kort fyrir tanka menn og þeir sem hafa áhuga á því að taka sér bazooku í hönd ættu að prufa þetta því felsustaðirnir eru óteljanlegir.

axis home: 2 bílar, 2 apc, 2 panzer ath: víggirt.
artyhæð: 3 wespe, 1 tiger, 1 bíll
ax frontline1: 2 panzer
aftasta frontline: 1 panzer, 1 bíll, 1 tiger
Frontline mið: 1 tiger, 3 panzer, 1 bíll
Allied home: 2 bílar, 1 apc, 8 sherman, 2 priest

UN_Ihantala er lítið kort þar sem Þjóðverjar og Rússar berjast. Ekki er hægt að ná aðalflaggi rússa en þjóðverjar byrja með fimm flögg. Það eru þrjú frontline flögg og liggja tveir vegir fyrir að þeim en gott er að veita fyrirsátur á þessum vegum. Svo er eitt flagg fyrir framan það aftasta, sem er líka erfiðast að ná. Rússar hafa nokkur tæki en þjóðverjar hafa bara eitt tæki sem spawnar á miðflaggi, frontline og er það kettlenard sem er artillery sem ekki er hægt að færa og má sjá í liberation of Caen kortinu og aðra eins á aðalflaggi þjóðverja. Þjóðverjar hafi hins vegar fjöldan allan af MG byssum. Bráðskemmtilegt kort sem allir infantrysnillingar ættu að prufa.

Allied home: 1 Katushya, 1 T34-85, 1 APC
Axis Frontline, miðflagg: Kettlenard
Axis Home: Kettlenard

Hells highway er að mínu mati besta kortið í þessum leik. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn berjast um yfirráð á stórum vegi. Hvort lið byrjar með aðalflagg sem ekki er hægt að taka, svo eru tvö flögg sem eru við litlar brýr. Miðjuflöggin tvö eru þau sem skipta mestu máli, hefurðu þau vinnurðu leikinn. Hells highway er besta skrimmkortið á markaðnum í dag og hvet ég sem flesta til að spila þetta kort.

Allied home: B17, 2 mustang, 2 m10, 2 bílar, 1 APC.
Axis home: Ju88a, 2 bf 109 messerschmitt, 1 panzer, 1 tiger, 1 bíll, 1 APC.
Miðflagg Allied: 1 Sherman
Brúarflögg: 1 bíll á hvoru.
Auk þess eru anti air byssur um allt kortið og tvö artillery í grennd við aðalflögg liðanna.