Jæja… Þá er Open Cup IV farinn af stað í Clanbase og íslensku liðin hafa öll (3) spilað 1 leik. Augljóslega hefur þetta farið misjafnlega af stað en mér sýnist á matchreportum að leikirnir hafi allir verið stórskemmtilegir.

FUBAR og .START. eru í Premier league og 89th er í Second league.

FUBAR tapaði sínum fyrsta leik. Hann var spilaður gegn StS (Stosstrupp Steiner KG Steinadler) í borðinu Battle Of The Bulge. Töpuðu FUBAR nokkuð stórt eða 328 - 16. Þess má þó geta að FUBAR spilaði 8 vs 10.

http://www.clanbase.com/news_league.php?wid=3634320&lid=1610 Hér má lesa glæsilegt matchreport úr leiknum.

89th spilaði sinn fyrsta leik gegn SAMD (The Skunks in an Alliance of Mass Destruction) og tapaði honum. Spilað var borðið Battle Of The Bulge en lokatölur voru : 89th 78 - 298 SAMD. Miðað við matchreportið sem er einstaklega skemmtilegt unnu SAMD þetta nokkuð örugglega.

Hér má lesa matchreport úr leiknum: http://www.clanbase.com/news_league.php?wid=3632044&lid=1610

Síðan var í gær leikur á milli START og nDanes (Notorious Danes) spilað var borðið Battle Of The Bulge (þess má geta að það var borð fyrstu umferðar í öllum leikjum). Gekk sá leikur einstaklega vel fyrir START, við sigruðum þann leik nokkuð örugglega eða START 154 - 199 nDanes. Tölurnar sína kannski að þetta hafi verið tæpt en að okkar mati höfðum við alltaf sigrinn í hendi okkar. Þeir voru augljóslega ekki mjög sterkir.

Ekki er til matchreport en ég ætla að setja smá saman hér :

.START. og nDanes mættust á server .START. í Bretlandi rétt um hálf sjö að íslenskum tíma. Án mikilla vandkvæða hófst leikurinn, .START. sem allied en nDanes sem axis. .START. byrjaði strax að setja upp vörn sem fólst í því að hleypa þeim ekki yfir ánna þar sem 3 allied base-in eru.

Þeir voru fljótlega búnir að ná haldi á myllu og þvínæst “outpostinu” þar fyrir neðan. Þar við brúnna mættu þeir sterkri vörn sem sett var saman af 2 Shermans og nokkrum infantry. Þeir gerðu nokkrar tilraunir til að komast yfir brúnna en Sherman-arnir héldu ótrúlega vel með hjálp frá infantry liðinu. M10 brúin svokallaða hélt nokkuð vel í byrjun og má segja að þeir sem voru þar hafi tekið fyrsti árásarbylgjuna að miklu leiti með nokkrum “galdratrickum” m.a. frá Djúsa og DeViouS.

En… Smám saman þá báru þeir okkur ofurliði á M10 brúnni og við misstum hana eftir um það bil 15 mínútur. Hin brúin hélt ennþá mjög vel vegna frábærs “teamplays”. Þó þurfum við að bakka með Sherman-ana og reyna að verja brúnna og kirkjuna, það gekk frekar illa en við náðum nokkrum sóknum hjá þeim og ger-eyddum þeirra “tönkum”.

En 2 Shermanar geta ekki varið svo stórt svæði mjög lengi þannig að við urðum að gefa kirkjuna eftir og ákváðum að bakka allan herafla okkar upp í “homebase” allied. Þá voru búnar rúmar 20 mínútur af roundinu og náðum að verjast einum 2 stórsóknum frá nDanes. Á endanum vorum við ofurliði bornir þegar þeir óku 2 Tiger-um, um 5 Panzer-um og 1 Wespe að base-inu og tóku herafla okkar smátt og smátt. Þeir unnu það round með um 150 tickets ef minnið svíkur mig ekki.

START sem axis:
Roundið hófst og við náðum strax yfirhöndinni í mappinu náðum út fljótlega 2 Shermönnum og þá stuttu seinna öllum baseum nema home. Það hefði þó aldrei gerst nema með smá “galdratrickum” frá DeViouS. Eftir það þá völtuðum við yfir þá, tókum base eftir base og þeir máttu síns lítils. Við þurftum aðeins 1 árás til að taka þeirra síðasta base og má segja að það round hafi verið tiltöruleg létt.

Menn myndu kannski segja að þetta hafi ekki verið mjög merkilegt en við í START teljum það vegna þess að um var að ræða hálfgert “samsuðulið” sem að var enganveginn nálægt okkar sterkasta (í þessu borði.)


Þeir sem spiluðu voru:

Aim@me (stjórnaði)
Skuggasveinn
Yank
Neo
Killua
Djúsi
DeViouS
PeaceThief
Bizzleburp
SaXi

Takk fyrir mig, Kv. Skuggasveinn
_________________
Birkir Örn
The infamous