Við í I'm komumst því miður ekki á Skjálfta sökum þess hve margir okkar eru staðsettir á Akureyri, en þar voru próf í gangi langt fram á sumar. Einnig misstu Fantar af þessu(reyndar hættir núna en Gung Ho eru orðnir ágætlega fjölmennir er það ekki?) og svo eru GH ágætlega fjölmennir líka.

Svo skilst mér á flestu að skiplagningin fyrir BF hafi ekki verið til fyrirmyndar en kannski er það okkar sök…við höfum jú ekki verið alltof vingjarnlegir við þá undanfarin ár :)

En, hvað um það. Mín spurning er því sú hvort að eitthvað mót eins og Smellur, þar sem BF stendur jafnfætis öðrum leikjum, verði ekki haldið áður en skólinn byrjar? Hvað varð annars um Smell? Á síðunni hefur ekkert verið uppfært síðan á síðasta móti sem var um mánaðarmótin jan/feb.

Þannig að, hvernig væri áhuginn fyrir því að reyna að endurvekja Smell og halda eitt svona kvikindi. Reynt að hafa svolítið veglegt prógramm, Conquest og CTF og jafnvel bara að hafa Vietnam þarna líka?

Auðvitað er þetta hægara sagt en gert en er þetta óraunhæft? Smellur heppnaðist vel síðast var það ekki?

Það er reyndar stutt síðan Skjálfti var og snillingarnir sem fóru þangað hafa kannski fengið nóg…það var víst ekki ókeypis þar inn :)