Samkvæmt núverandi niðurstöðum “hundleiðist” könnunarinnar fara flestir í Bf þegar þeim hundleiðist, og eru þ.a.l. hundleiðinlegir á meðan þeir spila.

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki spilað leikinn lengi og þ.a.l. ekki póstað neinu hér mjög lengi er að mig vantar aðra ástæðu en að hundleiðast til að fara online.

Það er kominn tími á Bf 2 held ég, svo maður geti farið að sjá eitthvað nýtt. Geta ekki flestir verið sammála um að það sé lítið sem getur komið manni á óvart héðan í frá í Bf? Ég mæli með að þið nördarnir (já þið nördarnir, ef þú ert að lesa þetta þá ertu nörd, það er bara svoleiðis) farið út í sólina og leikið ykkur þangað til nr. 2 kemur.

En aftur á móti er sennilega ekkert pláss fyrir alla nörda úti í sólinni þar sem tölvan stuðlar mjög skemmtilega og óbeint gegn offjölgun, milljónir manna halda sig inni þar sem þeir taka minnst pláss, inni í tölvuheimum, Bf, CS og væntanlega mörgum fleiri heimum.

Einhver ykkar sem les þetta á, að öllum líkindum, eftir að svara því að það sé einnig fátt sem kemur manni á óvart í t.d. íþróttagreinum héðan í frá. Andmæli þessa svars, er einfalt, íþróttir eru uppbyggjandi.
En afþreying er aftur á móti jafnmikilvæg því hún er nauðsynleg.

Er enginn annar sem fær samviskubit um leið og Bf lagið byrjar þegar þú ert að loada inn mappinu? samviskubit vegna þess að þú ert ekki að gera eitthvað gáfulegra en að bæta enn fleiri klst af Bf spilun í safnið. Allavega er það eitthvað sem hrjáir mig, nema ef maður stundar þetta í hófi.

Þess vegna legg ég til að ákveða einhvern tíma dags tvisvar í viku sem allir hittast og spila. Ekki vegna þess að þeim hundleiðist, heldur vegna þess að á þessum tíma er fólk um allt Ísland að hittast til að spila Bf og þig langar að vera með!!

Ef okkur tekst þetta, þá myndum við endanlega sanna að við séum langt yfir CS menninguna hafnir og annað slíkt. Þetta myndi vera eins og að mæta á æfingu eða horfa á uppáhaldsþáttinn þinn vikulega, nema þú kýst sjálfur óskuldbundið hvenær og hvort þú tekur þátt hverju sinni.

P.s. Titillinn “nörd” er ekkert til að skammast sín fyrir, flestir jarðbúar eru nördar að einhverju leyti.

Ég mæli eindregið með:

Öllum miðvikudagskvöldum; frá kl. 20:00
og
Öllum sunnudagskvöldum; frá kl. 20:00

Svo myndi fólk bara byrja að týnast inn uppúr 20:00 á þessum dögum og það yrði ofsagaman…

Yfirleitt eru einhverjir 12-20 manns að spila öll kvöld, það myndi alveg halda áfram en þetta yrðu svona sérstök Bf blast kvöld.

Jæja, mér finnst þetta allavega stórsnjöll hugmynd og vonandi takið þið vel í hana.

Það er náttúrulega ekki hægt að velja kvöld sem henta öllum, þess vegna finnst mér að ofangreindir tímar ættu bara að vera taldir formlegir strax, en til gamans mun ég setja upp könnun varðandi þetta þar sem ég vona einnig að flestir geti verið sammála fyrrnefndri miðvikudags- og sunnudagsáætlun.

Ef þið takið vel í þetta skulum við bara gera ráð fyrir að þetta hefjist snemma í júlí, þá myndi fyrsta svona Bf kvöld byrja uppúr klukkan 20:00 miðvikudaginn 7. júlí. Og næsta yrði þá uppúr 20:00 sunnudaginn 11. júlí. o.s.frv.

Kv.
[I'm]Sunshine
Recycle, Stay in School and Fight the Power!