Þar sem engin virðist vera búin að skrifa um Skjálfta mótið frá sjónarhóli Battlefields spilara á sínum fyrsta Skjálfta, þá ákvað ég að taka til hendinni.

Í fyrsta lagi vill ég að menn taki þetta sem uppbyggjandi gagngríni á því sem betur má fara, EN EKKI SKÍTKAST.

Við í IG4U mættum flestir á föstudagskvöld og vorum mjög ánægðir með staðsetningu liðanna í BF1942. Skjálfta menn eiga hrós skilið fyrir það. Við höfðum mætt nokkuð snemma þar sem fyrirhugað var að halda CTF mót ef áhugi væri fyrir, þar sem menn voru að týnast inn seint, þá leit ekki út fyrir að vera áhugi fyrir því. Þess í stað spiluðu IG4U við sameinað lið Fubar og Vikings í smá æfingarleik. Því miður var ekki hægt að nota servera á staðnum því þeir voru ekki komnir í hús, en áttu að koma fyrir kl 13 á laugardeginum, en akkúrat þá átti að byrja formlega BF1942 Conquest keppnin. Við spiluðum því nokkra leiki á Símnet og menn skiptust á efni eins og vanin er á svona mótum. Sjálfur var ég til 6 um morguninn og fór nokkuð sáttur heim.

Mæting var kl 12 á Laugardag, og voru flest liðin að týnast inn um það leiti. En þegar leikar áttu að byrja kl 13, voru serverarnir ekki ennþá tilbúnir svo okkur var sagt að við yrðum að annaðhvort bíða eftir þeim eða spila á okkar eigin. Við létum því það verða þannig og byrjuðum leika á Fubar og IG4U serverunum. Þar sem að við vorum að spila út fyrir lanið á þá fengu 89th að fá lánsmenn sem voru ekki einu sinni á mótinu, það var þó allt gert með leyfi liðanna og stjórnanda. Vandamálið aftur á móti er hve sanngjarnt er það gagnvart þeim sem borga sig 3500 kr inn.

Við þetta server vandamál og önnur skipulags vandamál seinkaði keppnin um einar 5 klst. Það átti að spila 6 X 80mín leiki svo það átti eftir að verða dýrkeypt. Serverarnir komu upp um 4-5 leitið og endaði það með því að ég sjálfur varð að stilla þá alla af því að þeir voru allir vitlaust configaðir fyrir skrimm, og til að bæta ofan allt lögguðu þeir svo mikið (2 serverar á símnet vélinni) að við hættum að nota þá, og héldum bara áfram að nota utanaðkomandi servera. Með 3-4 í ping skipti það ekki máli svo sem en engu að síður.

Þegar hér var komið voru alls konar vandamál komin upp rafmagn fór af greininni hjá okkur sem var svo sem jafn mikið okkar klúður og annarra, svo að lið Fubar spilandi við 89th og IG4U spilandi við Viking duttu út í miðju skrimmi sem orsakaði einstök leiðindi. Og verð ég að segja að ég hef ekki séð jafn barnalega framkomu hjá einu liði nokkurntíma að samþykkja ekki restart. Og ég hef nú kynnst ýmsu veseninu eftir að hafa spilað 20 leiki í CB.
Klukkan var orðin miðnætti og en 2 leikir eftir sem “öll” liðin neituðu að spila nema Fubar og IG4U sem vildu klára dæmið svo hægt væri að spila final daginn eftir. Eftir 2 klst sannfæringu náðum við að spila eitthvað sem fór bara út í rugl og 89th liðið hætti eftir fyrra mappið en við vonuðumst að taka 2 þar sem við samþykktum að spila 6vs6 við þá. Viking forfitaði svo síðasta leiknum því þeir nenntu ekki að spila svona seint.

Sunnudagurinn kom og en og aftur byrjaði ekkert á réttum tíma, aðarlega af því að við hauguðumst ekki til þess eða það væri rekið á eftir okkur með einfaldlega gefa upp tíma eða forfit.

Úrslitaleikurinn gekk vel fyrir okkar lið og enduðum við sem sannfærandi sigurverarar, þó Fubar eigi hrós skilið í leik 1 á móti okkur. Einnig vill ég sérstaklega þakka Viking fyrir að mæta, ég held að leikgleði þeirra og ákveðni að mæta, mætti vera öðrum ónefndum liðum til fyrirmyndar, engar afsakanir og væl bara hauga sér á staðinn. Gott líka að 89th mættu en það er margt sem betur mætti fara þar á bæ eins og fleiri liðum á íslandi.

Ég vill sérstaklega hrósa þeim árangri sem Fubar er að taka en það er ekki langt síðan að liðin CP og Fubar voru ekki hátt skrifuð á Íslandi en það er óhætt að segja að sá hlær best sem síðast hlær eftir þetta mót. Ástæða fyrir uppgangi þessara liða er einfaldur, metnaður og menn sem halda þessu saman. Þeir eru kannski háværir og ákveðnir og frekir en þeir allavega fá sínu framgengt.

Hvað stendur þá upp úr eftir þetta mót.

- Að greinilega hefur BF1942 keppnin ekki verið nógu vel úthugsuð frá byrjun enda stuttur fyrirvari. Það þýðir ekki að auglýsa leiki kl þetta og hitt og vera ekki með serveranna tilbúna og svo ónothæfa þegar þeir loksins eru komnir upp.

- Skjálfta menn þurfa í raun að sýna að þeim er ekki skítsama um BF, það er ekki alveg nóg að láta okkur bara fá húsnæði og ekkert meira spá svo í að auglýsa úrslitaleik t.d eða þó það væri jafnvel að sýna einhvern áhuga að spyrja hvernig gengi.

- Að einfaldlega scedule standist betur en þetta, ef menn mæta ekki í leik á réttum tíma þá er það bara forfit punktur…, þetta heyrði maður aftur og aftur kallað út af CS. Hint! það voru fleiri leikir þarna en CS.

- Stjórnandi spili ekki með neinu liði, hann getur aldrei verið hlutlaus eins og sást best í leik 89th og Fubar.

Niðurstaða :
Það er mín reynsla eftir þetta mót að ef maður ætlaði að fá einhverju framm þá gerði maður það sjálfur, eins og að fá leiki spilaða og að reyna halda scedule. Maður þurfti að sækjast eftir verðlaunum sjálfur og engin vissi neitt af Pimpum hver hefði unnið einu sinni.

En að allri þessari “uppbyggjandi” gagngríni gleymdri þá vill ég þakka Skjálfta fyrir að leyfa okkur að halda BF1942 mót og koma saman til að sjá og vera séðir. Við höfðum gaman af þessu og vonandi verður betri mæting á næsta mót. Auk þess vill ég þakka þeim 4 liðum sem mættu og gerðu BF að möguleika á Skjálfta 2 - 2004, ég held fyrir utan öskrin í mér að við höfum verið okkur til sóma :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa