Þegar 1,1, kom út var það gert til að laga nokkra galla í leiknum og þá sérstaklega RAMBÓ gallan eða M-60 gallan fyrir ykkur sem vitið ekki hver Rambó er. Það sem hins vegar var ekki gert var að laga önnur vopn sem gerð höfðu verið öflugri en þau eru í raun og veru. Þegar leikurinn var í smíðum var (ef ég man rétt) deilt um það hvort US ætti að hafa einhverjar eldflaugar á móti þyrlum og flugvélum eða ekki. Þar sem US hermenn lentu ekki oft í því að þurfa að skjóta niður óvina þyrlur þar sem þeir höfðu yfirburði í lofti var ákveðið af höfundum leiksins að gera frekar M-60 nákvæmari svo hægt væri að nota hana á flugvélar og þyrlur. Því varð úr því að M-60 varð ofur góð byssa en í staðin var hægt að hafa meira af þyrlum og flugvélum fyrir víetkongana í leiknum.

Nú byrjuðu einhverjir að væla og fóru að halda því fram að noobar væru að misnota M-60, sem í sjálfum sér er alveg rétt. En það sem þeir sem fóru að væla sem mest áttuðu sig ekki á var að Ak-47 hafði líka verið breitt, hún var gerð nákvæmari auk þess var rifilinn type 56 gerður hraðvirkari. M-16 sem er í leiknum er líka upphaflega byssan frá 1962 en ekki sú sem kom 1970 (M16A1) sem var töluvert betri.

Ég var alltaf frekar sáttur við M-60 þó ég hafi notað hana lítið, það gerðist stundum að ég bölvaði rámbóum í sand og ösku en það er bara hluti af leiknum.Víetkongar eiga einfaldlega að nota aðra taktík í leiknum en US. Þeir sem kvörtuðu mest undan M-60 voru þeir sem reyndu að nota sömu taktíkina með US og NVA. Mér fannst leikurinn skemmtilegri og jafnari í 1,0 en í 1,1. Þegar maður leikur NVA þá á maður að setja gildrur og notfæra sér tunnels meira en menn eru að nota þau. Með tilkomu 1,1, hefur M-60 verið gerð verri en hún er það er hægari skothríð, færri skot per/min, auk þess sem erfiðara er að hitta með henni. Nú eru líka þyrlur NVA í sumum kortun nánast ósigrandi þar sem ekki er hægt að skjóta þær jafn fljótt niður og færri eru með m-60.

Í víetnam höfðu US mikla yfirburði hvað varðar vopn enda drápu þeir rúmlega 50 NVA fyrir hvern 1 US sem er nokkuð gott hlutfall allavega betra en er í Írak í dag. Leikurinn á að endurspegla það, enda gerði hann það fyrst. Ég man vel að maður þurfti að beita öðrum brögðum en að fara beint á móti us gaur því 1 on 1 var bara ávísun á dauðan. Nú er búið að jafna liðin þannig að NVA eru með svipað öflugt herlið og US sem er auðvitað bara heimska. Menn nota ekki lengur aðrar tegundir af aðferðum en þessa hefðbundnu, sem suckar.

Ég vona að þið vælukjóar séuð ánagðir með að hafa liðin eins. Eins og um væri að ræða tvo hefðbundna heri en ekki her og skæruhernað. Ég er alvarlega að hugsa um að snúa mér að CS og leggja BF-v um nokkurt skeið eða þangað til hann verður lagaður.

Takk fyrir góðar stundir.