Ég ætlaði að svara pósti hérna í BF:Vietnam korkinum en kemur svo bara í ljós að ég vissi meira en ég hélt. Þannig ákvað ég bara að bæta fleirum upplýsingum við og ná yfir helstu þyrlunar í Bandaríska hernum og skrifa það inn sem Grein :P

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Iroquois

Huey var vinnuhestur kanana í Vietnam stríðinu. mest notaða þyrlan í stríðinu og setti Bell á listan yfir með þeim bestu þyrlu-hönnuðum heims. Huey er nokkurvegin faðir UH-60 Blackhawk sem er notuð núna af Bandaríska hernum en Huey þjónar enþá Bandaríska ríkinu sem og og önnur ríki í heiminum.
Hraða-geta, 127 Sjó-mílur/klukkustund - Vegalengds-geta, 345 Sjó-mílur.

UH-1C Gunship er ein af tvem huey-innum sem er inn í leiknum, vopnuð annað hvort tvem M60 hlið við hlið báðum megin á þyrluni eða tvem M134 Miniguns báðu megin á þyrluni og svo 7 skota 2,75 þumlinga FFAR skeyti báðu megin á þyrluni. Einnig var hægt að setja á hana M5, 40mm Handsprengju byssu, undir nefinu á þyrluni.

UH-1D og UH-1H Slick voru Transport útgáfurnar. Fyrsta útgáfan var UH-1D og átti hún að endast út stríðið í byrjun með sína 1100 hestafla vél, en þegar lengra tók að líða á stríðið kom í ljós að þeim vantaði öflugari þyrlu þar sem Vietnam er byggt á heitu loftslagi og háum fjöllum. flugvélar sem og þyrlur eiga það til að skila meiri krafti og vinna betur í köldu loftslagi, en í heitu.

Þar kom UH-1H Slick inn í stríði með sína 1400 hestafla vél, voru þær sendar í þær ferðir sem þurfti mikið afl til að komast á réttan stað og þjónuðu tilgangi sínum vel. Slick útgáfan er hin Huey tegundinn sem er í BF-Vietnam, þar er hún vopnuð tvem M60 sem og að fólk getur skotið úr henni með sýnum eigin vopnum.

UH-1H Dustoff, var oft velkomin með smá fagnaðarlátum ílla leikna hermenna en hún er Björgunar og Vistar þyrla. Dustoff komu og tóku ílla særða hermenn heim og skildu í stað eftir vistir eða jafnvel 6 manna liðsstyrk. Hún var lítið vopnuð en stundum vopnuð einni eða tvem M60. Ég vonast til að sjá þessa í framtíðinni í BF:Vietnam :)

UH-1C Hog, var ein bannvænasta þyrla af öllum Hueyinnum en hún var þekkt líka sem ARA, eða Aerial Rocket Artillery, vopnuð 24 skota 2,75 þumlinga FFAR skeytum báðu megin eða semsagt 48 skota gat hún murkað út nær öllu lífi úr littlu þorpi. Hún var einnig gerð til að hafa M5, 40mm handsprengju byssu, framan á nefinu. Hún er því miður ekki heldur í BF:vietnam en það væri skemtilegt að sjá hana koma í leikinn í eitthverju einstöku borði.

Cobra

Cobra var nokkurvegin Stríðs þyrlan í stríðinu. Hún sá um skítaverkin og kom oft til bjargar með bannvænu vopnum sínum. Faðir AH-64 Apache þyrlunar.
Hraða-geta, 219 Sjó-mílur/klukkustund - Vegalengds-geta, 257 Sjó-mílur.

AH-1G, HueyCobra, þótti vera ein banvænasta þyrlan í öllu stríðinu en hún var vopnuð einni M134 Minigun og M129 40mm handsprengju byssu undir nefinu á þyrluni, ásamt svo 4, 19 skota, 2,75 þumlunga FFAR skeyta eða 76 skota allt í allt. Var hún send oft sem vopnapésinn í stórum árásum svo og sem til að hjálpa landhernum í aðgerðum sínum. Þessi þyrla er ekki í BF:Vietnam enda askoti vel hlöðuð.

AH-1J, SeaCobra þyrlan sem er í BF:Vietnam var aðeins léttari vopnuð en bróðir sinn, AH-1G. Hún var sérstaklega gerð fyrir US Marines og var hún vopnuð M197, 20mm Gattling cannon sem þótti vera bannvænn og góður kostur til að hafa á þyrlu. Ásamt þess hafði hún helminngi færri skeyta en AH-1G, eða 38 FFAR skeyti, en hinnsvegar bætti hún það upp með fjórum TOW skeytum sem er mest notað til að taka út skriðdreka. Þetta samsvarar Heat seeking í BF:Vietnam.

Cayuse

Cayuse voru fljótar, litlar og ekki eins þungar og hinar þyrlur stríðsins. Lítið vopnaðar, voru þær mest notaðar til að flytja litlar sveitir hermanna á sem hraðvirkasta hátt. Faðir AH-6 little bird, sem er enþá notað í Bandaríska hernum.
Hraða-geta, 150 Sjó-mílur/klukkustund - Vegalengds-geta, 380 Sjó-mílur.

OH-6A Cayuse voru og eru litlar og þægilegar í fluttningi vista eða hermanna á svæði og gátu lent á smærri svæðum en Huey-inn. Það var hægt að vopna þær með M134 Minigun vinstramegin sem og M60 vélbyssu hægramegin við opnun hurðarinnar. Þægileg í stjórn gat hún líka tekið ágætan skaða og skilað flugmönnum heim heilu og höldnu. Tók um 6 manns og var oft notuð í skoðunar ferðum. Þetta er einning þyrla sem ég væri til í að sjá í BF:Vietnam einn góðan veðurdag.

Chinook

Chinook voru og eru enn þunga-liftinga þyrlur notaðar af Bandaríkjamönnum. Voru mikið notaðar í Vietnam við að flytja hermenn og tæki á stríðsvellina.
Hraða-geta, 190 Sjó-mílur/klukkustund - Vegalengds-geta, 230 Sjó-mílur.

CH-47 var þunga-liftingarþyrla Vietnams stríðsins, með tvem 2.850 hestafla vélum gat hún tekið um 40 manns, tveggja tonna hlut innanborðs eða átta tonna hlut utanborðs. Var hún notuð til að flytja hermenn á svæði, sækja ílla slasaða hermenn, koma með vistir eða bjarga þyrluflaki frá höndum Vietnama. Á móti því að vera alhliðar liftingarþyrla var hún ílla vopnuð en að mestu leiti var hún með tvem M60 vélbyssum (eða M2 .50) í gluggum beggjamegin. En þá kom ACH-47 inn í stríðið.

ACH-47 er vopnuð þunga-liftingar þyrla en hún fékk M5, 40mm handsprengju byssu, undir nefinu ásamt 19 skota, 2,75 þumlunga, FFAR skeytum, M60 vélbyssum eða 22mm gattling byssum, beggja megin við vélina. Ásamt því að vera vopnuð var hún líka með brynvörn hér og þar sem verndaði flugmennina frá skotum frá jörðu niðri. ACH-47 er þyrlan sem er í BF:Vietnam

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ég er að hugsa um að stoppa hérna og kalla þetta helstu þyrlunar sem notaðar voru í stríðinu hjá könum. Margar aðrar þyrlur voru notaðar og kannski ég skrifi um þær sem svar við þessum pósti, sem og þyrlurnar sem notaðar voru af Vietnömum.
Kannski maður gerir svo flugvélarnar sem notaðar voru í komandi framtíð, til að auka fróðleikan um tæki stríðsins, svona ef manni leiðist allt of mikið :)

Kveðja
[89th]FatJoe