Battlefield: Pirates

Ég ætla að skrifa litla grein um þetta athyglisverða “mod” sem er einfaldlega ekki nógu mikið spilað. En ég prófaði að spila það á erlendum “server” og það er ótrúlega gaman. Marr er með frá 4 til 20 manna áhöfn mest allt borðið nema ef skipið manns sekkur en þá tvístrast áhöfnin.
Farartækin í þessu “modi” eru hrein snilld en best er að byrja á krókódílunum, en þeir virka eins og bílar nema eru ætlaðir til að ferðast á milli eyja. Sem sagt þeir geta labbað fyrir neðan sjávarmál og labba þeir þá eftir botninum eins og það væri þurrt land. Stærsti gallinn við þessi dýr er sá að það þarf eitt skot og þá eru þau dauð og þar með marr sjálfur.
Loftbelgirnir eru líka virkilega skemmtilegir. Þeir eru ótrúlega einfaldir í stjórnun en það eru 3 fallbyssur á þeim sem eru ætlaðar til að skjóta á aðra loftbelgi en aftur á móti þá getur sá sem stjórnar varpað tunnu sem virkar nánast eins og “artilery.”
Skipin í þessu “modi” er mörg og best að byrja á Galleon skipunum en það eru RISA stór skip og komast alveg 20 eða fleiri um borð það eru 3 möstur og er hægt að klifra upp þau öll. Það eru vel öflugar fallbyssur á þessum skipum og þau eru drullu sterk. En þegar þau sökkva þá eru ekki stór björgunarskip nei marr þarf að vera fastur á tunnu sem er frekar erfitt að stjórna
Svo eru það Sloops en þau eru minni en samt komast svona 10 um borð það eru fallbyssur á hliðunum en bara eitt mastur.
Runabouts eru minnstu bátarnir og rúma 5 til 6 manns og hafa eina litla fallbyssu.
Turtle er egglaga kafbátur sem fer andskoti hratt en versta er að vopnabúnaður hans er slappur. Þú getur sprengt þig í tætlur en þú deyrð þá líka en getur gert nokkurn skaða á andstæðinginn.
Á landi eru stór virki og fallbyssur nánast út um allt.
Vopnin sem karlarnir nota eru í stíl við allt annað það er að segja sverð, pistolur og musket sem virkar eins og No 4 svo hefur medic health pakka og sníper sjónauka og eitthvað þannig einnig hafa allir eina handsprengju.

Þetta mod má nálgast á http://mods.piratesahoy.net/index.php?action=view&view= entry&entryid=52 en það er ekki til á íslenskum server þó svo að það væri fínt þar sem þetta er lítið mod einungis 60mb.
Ég er að spila hann á erlendum serverum þar sem það er enginn íslenskur server fyrir sona mod og þar nefni ég siega og wasteland sem dæmi.

Aðalsíða leiksins er http://www.innerempire.com/bfpirates/ og má þar finna til dæmis myndir af skipum og vopnum, og einnig upplýsingar um modið.

Með fyrirvara um stafsetningarvillur [3D]ZoLaRiS

BTW það væri GEÐVEIKT!!! Ef það kæmi íslenskur server fyrir þetta mod en ég held að það séu ekki miklar líkur á því.