Saga liðsins I'm hófst í september 2002 þegar [I'm]Robin stakk upp á þeirri hugmynd við [I'm]Úlf, [I'm]Strider og mig einn góðan veðurdag í vinnunni að setja svona það sem kallaðist “klantag” fyrir framan nöfnin okkar allra og tala svo við vini og vandamenn um að notast við þetta klantag með okkur. Þannig fjölgaði okkur um [I'm]Eagle, [I'm]cRuT!c^, [I'm]°Top.Gun.nik°, [I'm]Baldur.

En við vorum ekki orðnir nógu margir til að vera scrimmhæfir svo við höfðum augun opin fyrir fyrirmyndarspilurum á simnet servernum og hvöttum einnig vini og kunningja hér á Akureyri til að kaupa leikinn.

Ástæðan fyrir þessari grein er einfaldlega að þeir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um fólkið á bakvið nöfnin sem þið eruð oft að leika ykkur með í umræddum tölvuleik fáið hér sjens á því. Ég hvet önnur lið til að gera eitthvað í samlíkingu við þetta vegna þess að það er skemmtilegra að spila gegn fólki sem maður veit eitthvað um, það er einmitt ástæðan fyrir því að það er mun skemmtilegra að lana, maður þekkir þá alla.

[I'm]Yankee
Flestir þáverandi meðlimir [I'm] voru að spila Battle of the Bulge, ásamt Heiðari nokkrum, sem þá hét Yankee, þegar ég spurði hann hiklaust hvort hann væri tilbúinn til að gangast í lið við okkar nýstofnaða lið frá Akureyri. Svar hans eftir skamma umhugsun var: “I would be honored”. Þannig fór það og á sömu mínútu var hann byrjaður að spila undir nickinu [I'm]Yankee, alveg til dagsins í dag og allir þeir sem voru á servernum buðu hann verulega velkominn í fámennað lið [I'm].
[I'm]Yankee er einn af bestu og skemmtilegustu spilurum landsins, hógvær, svo er einstakt að vera með honum á teamspeak.

[I'm]Kartman
Á þessum tímum var 89th fjölmennasta og virkasta liðið í Bf á Íslandi. Benni sótti um hjá 89th en það var víst allt fullt hjá þeim, en leiðtogi 89th vildi hjálpa öðrum liðum við að fullmannast og vísaði því honum til okkar. Eftir stutt msn spjall var Kartman gengin í raðir I'm og nú vorum við orðnir nógu margir til að scrimma. það sem vantar uppá hjá [I'm]Kartman til að vera yfirburðarspilari bætir hann upp með áhugasemi og vilja.

[I'm]Canebz
Ég var staddur heima hjá Crutic að spila Tobruk þegar við báðum Canebz um msn meilið hans. Á endanum fengum við það og án frekari spurninga var Canebz orðinn hluti af hópnum og kom alla leið frá Reykjavík eina helgina eingöngu til að lana með okkur heima hjá Robin, eftir að Robin var búinn að henda konunni og börnunum til tengdó.
[I'm]Canebz er þolinmóðasti Battlefield spilari sem ég hef kynnst, hann er oftast látin verja base í scrimmum, og þau base sem hann ver eru nær alltaf þau base sem við missum aldrei, ótrúlega góður spilari.

[I'm]Weasel og [I'm]Nd4spd
Þessir tveir eru vinir Baldurs og Eagles, einnig er Weasel einn af æskuvinum Robins sem kom einnig til Akureyrar frá Rvk. til að lana þessa helgi.

[I'm]Faikus Denubius
Ég held að [I'm]Eagle hafi fundið þennan og boðið honum tryal hjá I'm. Allavega þegar ég settist einn daginn fyrir framan Bf í Battle of Bulge þá sá ég að einhver nýr var kominn með [I'm] tagið, það var [I'm][T]Faikus Denubius. Ég man eftir að hafa lent í no 4 bardaga við hann rétt áður en roundinu lauk og hann hafði betur. Ég var sáttur og bauð hann því velkominn í liðið gegnum msn 10 mínútum síðar. Hann var himinlifandi og tók þessari velkomnun eins og hann hafði unnið í lóttó og spurði hvort hann ætti þá ekki að taka [T] úr nickinu sínu, ég vissi á þeim tíma ekkert hvað þetta [T] stóð fyrir. En allavega þá var Faikus fyrsti pro engineer liðsins, hann kynnti okkur fyrir ýmsum brellum, brögðum, tækni og herkænsku með jarðsprengjunum sínum í scrimmum og í fyrsta skipti var I'm farið að notfæra sér jarðsprengjur og dínamít til hins ýtrasta í scrimmum þökk sé Faikus.

Svona má sjá hvernig liðið varð alltaf betra og betra með frábærum mannskap sem ætlaði aldrei að hætta að streyma inn og er ekki enn hættur.

[I'm]Faikus Denubius er sérstakur, hefur skoðun á flestu og er ekki feiminn við að segja það sem honum finnst, hann kemur oft á óvart og það hrökkva upp úr honum stórfyndnir gullmolar reglulega, þó sérstaklega á Smell 2.

[I'm]k.v.k.
Síðan bað Robin þennan leikmann um að gangast í lið við okkur, ekki veit ég mikið meira um það. En kvk hefur reynst liðinu vel og kemur oft verulega á óvart með assault byssuna í scrimmum.

[I'm]Jolinn og [I'm]Kim Larsen
Eru piltar frá Hafnarfirði. Jolinn sótti um í gegnum msn og nefndi um leið að honum fylgdi bónus í formi Kim Larsens. Eftir 15 mínútna tryal í Iwo Jima var Jolinn genginn í raðir [I'm], ásamt Kim Larsen degi síðar. Allt fram til dagsins í dag hefur komið í ljós að þessi umsókn hefur verið himnasending til liðsins þar sem þeir hafa ætíð verið með góðan móral innan sem utan liðsins og hafa einnig verið virkir.
[I'm]Jolinn er frískur, fjörugur svona larger than life kinda guy. Alltaf í jólaskapi, ávallt bjartsýnn og jákvæður. Umhyggjusamur að einhverju leiti og mikil félagsvera. Einstakur í heiminum á þann hátt að vera sennilega eina lífformið á plánetunni sem notast við mús frá 1979 til að spila Bf. Þegar hann snipe-ar mann, eins og honum er einum lagið, finnst manni alltaf að maður ætti að skammast sín fyrir að vera drepinn með þessari mús sem hann notast við. Þegar rifrildi og læti eru í hámarki á hugi.is/bf þá er hann oft sá eini sem sér báðar hliðar málsins og þess vegna mjög sanngjarn og réttlátur. Hann er sennilega einn af þessum gaurum sem maður á enn eftir að þekkja þegar maður er orðinn 40 ára. Þakka Bf fyrir það.

[I'm]Kim Larsen er að mínu mati: líkt og [I'm]Jolinn, glaður ungur piltur, einstakur á þann hátt að vera 17 ára íslenskur Kim Larsen aðdáandi. Einstaklega hnyttinn, var lengi vel ástæðan fyrir því að ég sótti hugi.is/bf daglega til að sjá skondin svör hans og greinar eftir hann. Varð stór bót fyrir liðið á þann hátt að nú var Faikus ekki aleinn um að sjá um engineer vinnu liðsins í scrimmum. Mjög jákvæður gaur, ég get ekki séð hann fyrir mér reiðan.

[I'm]S0pi
Fer ekki á milli mála að hann er hæfileikum gæddur í Bf. Þegar hann slóst í hópinn fékk liðið ekki eingöngu stóran liðsstyrk, heldur einnig mann sem hjálpaði gífurlega til með alla stjórnun, plönun scrimma og fleira, það sem hann gerir, gerir hann vel, virkilega áhugasamur og hefur vissulega fórnað miklu af sínum tíma fyrir [I'm]. Ég veit ekki hvar liðið væri statt án hans.

[I'm]Opel
Það er víst einhver skondin saga sem ég kann ekki alveg bakvið það hvernig Robin fékk þennan hávaxna körfuboltaleikmann í [I'm]. Allvega hefur opel verið góður liðsstyrkur og passar vel í hópinn.

[I'm]Der Führer
Hann deilir mömmu með Jolinn, ég hef meiraðsegja hitt móður þeirra, prýðindins kona, heldur aga á heimilinu. Ég held þetta segji flest sem segja þarf, Matti (Führer) er yngri útgáfa af Binna (Jolinn).

[I'm]Bitchunter
Kátur, ungur og hefur bara gaman af því að spila Bf. Við vorum heppnir að fá hann því hann er einstaklega góður spilari sem fer ekki mikið fyrir.

[I'm]skullfucker
Þegar við vorum ekki í rauninni að leitast eftir fleirum í liðið þá sótti hann um á korkunum okkar. Hann þótti mjög efnilegur á simnet svo við settum hann á tryalscrimm í Secret Weapons borðinu. Í fyrsta roundinu sínu lenti hann í efsta sæti á listanum og hann var þá fenginn í hópinn með samþykki allra á
teamspeak. Síðan þá hefur hann verið mjög aktívur og tryggur liðsmaður.

[I'm]Undirko
Óla litla er ég búinn að þekkja frá barnsaldri held ég, við erum báðir Þórsarar. Yfirvegaður, rauðhærður, fullkomnunaristi en ömurlegur í Bf á allan hátt, nei nei, fínn gaur.

[I'm]Satan
Ásamt Undirko er Satan alveg nauðsynlegur air support fyrir liðið. Ég held að Crutic þekki hann best og ætti því að skrifa eitthvað fallegt um þennan djöful.

[I'm]Iceman og [I'm]Icebaby
Þetta eru tveir nýjustu meðlimirnir. Iceman er virkilega virkur og virkilega góður í Bf, hann svona þróaðist inní liðið með tímanum. Er áhugasamur og fínn náungi, sérstaklega eftir maður kynnist honum betur. Hann er einstakur á þann hátt að hann hefur óbeit á pizzum, What's up with that!?

Svo eru þrjú nöfn sem ættu að koma hér fram því þá eru allir sem hafa borið [I'm] fyrir framan nickið sitt nefndir hér. Það eru:

[I'm]Krissi
Frá fyrstu dögum liðsins, frændi minn sem getur ekki lengur spilað Bf vegna lélegrar tölvu.

[I'm]Kamakaze Buttpirate
Frá Wake Island dögum hefur hann verið í I'm. Er vinnufélagi elsta bróðir míns, sem ég vissi þó ekki þegar ég fékk hann í liðið.

og [I'm]Slayer
sem er tvíburabróðir [I'm]Striders, spilar lítið á public en lætur sjá sig í þau skipti sem um lan eða aðrar samkomur er um að ræða.

[I'm] er lýðræðislið og allir eru jafnir innan liðsins, það hefur hentað okkur mjög vel að hafa enga stéttaskiptingu, enda væru hvort sem er allflestir komnir upp í GEN ef svo væri.

Á heimasíðunni okkar má finna ýtarlegri upplýsingar um hvern og einn og einnig er þar að finna korkinn okkar sem er spjallsvæði liðsins.

http://easy.go.is/imhome/index2.htm

Ég þakka lesturinn.
[I'm]Sunshine
Recycle, Stay in School and Fight the Power!