Stóra stundin er gengin í garð. Eftir langa og stranga baráttu og nokkuð mörg Skjálfta mót þá er komið að stundinni Battlefield clön. Battlefield 1942 hefur verið boðin þáttaka á næsta skjálfta móti sem er um 20. feb, ég veit ekki exact date en það er ástæða fyrir að ég sé að skrifa þessa grein.´

Mig vantar að fá póst frá öllum clan-leaders til að staðfesta mætinguna á skjálftann og sjá áhugann. Þetta er í rauninni bara óformleg könnun til að ath. hvort það sé grundvöllur fyrir að halda Battlefield keppni á skjálfta, að halda BF keppni er ekkert grín vegna stærðar leiksins. Ég mun síðan hafa samband við umsjónarmenn Skjálfta og sýna þeim niðurstöðurnar.

Aðalvandamálið er að það verða engin verðlaun ef þeir vita ekki´hve stór áhuginn er og hve margir mæta, og engir mæta ef það eru engin verðlaun - ég legg til að spilarar og lið á Íslandi ríði á vaðið og taki sénsinn og láti mig vita hve mörg lið mæta á Skjálfta.

Liðin myndu verða 10-12 manna á hvora hlið (20 eða 24 að berjast í hverju korti s.s) svo þið hafið eitthvað til að miða við.

Vil líka koma á framfæri að ef Símnet sér að áhuginn er mjög lítill á Skjálftamótunum þá getum við ekki lengur tekið Simnet serverunum sem sjálsfögðum hlut og möguleiki að við missum þá yfirhöfuð.


Enn og aftur, ég hve alla clan leaders að hafa samband við mig til að láta vita af stöðu liðins, annað sem ekki væri ógáfulegt væri að clanleysur íslands ættu að púsla saman liðum fyrir skjálfta - að keppa í BF er náttúrulega bara snilld og ennog skemmtilegra í stemmingu skjálfta.


Kveðja,


Jade
“Killing for Peace is like Fucking for Virginity”