Þegar Quake kom út varð allt vitlaust enda um algjöra nýjung í tölvuleikja bransanum með fullri virðingu fyrir Doom. Leikurinn markaði upphaf á netspilun skotleikja og var fátt skemmtilegra en að tengjast á 14.4 k módeminu sínu og spila quake við félagana.

Margir svipaðir leikir fylgdu í kjölfarið en einginn bauð upp á raunverulegan skotleik þar sem ekki þurfti að vera með super armor og ofur byssur til að drepa andstæðinginn. Samvinna var líka af skornum skamti og þó á seinni árum hafi komið út leikir sem byggja á raunverulegri aðstæðum og samvinnu eru fáir sem náð hafa sömu vinsældum og Battlefield enda er leikurinn einstaklega vel heppnaður.
Leikurinn smellur bara svo vel saman, kortin er ekki of stór og ekki of lítil, fullt af farartækjum sem hægt er að nota og samspilið milli einstaklingsins og liðsins er ótrúlega vel jafnað enda hefur maður oftar en einu sinni orðið vitni að því að töluvert “betri” menn eru að tappa fyrir mönnum sem vinna vel saman. Allt þetta skapar steminguna sem er í leiknum.

Litli maðurinn getur líka verið jafn mikilvægur í sigri liðsins eins og hinir miklu stiga menn sem tróna í lok hvers leiks í efstu sætum. Maðurinn sem hleypur um á skipi og er að gera við eða gaurinn sem mannar AA og margir aðrir, því litlu hlutirnir skipta oft miklu máli. Mér finnst eins og þessir menn fái ekki að heyra það nægilega oft að þeir eru að gera góða hluti enda eingin verðlaun fólgin í því að hlaupa um og gera við eða gera að sárum annara hvað þá að bíða þolimóður sem scout og ná ekki nema svona 10 - 15 kills í leik stundum meiru, fer eftir kortum. Ég vil því taka að ofan fyrir þessum mönnum.

Þegar þvílík blessun eins og Battlefield kemur eiga menn líka að sýna leiknum og leikmönnum smá virðingu og ekki fara út í skítkast og ódrengilega spilamennsku. Ég ætla ekki að fara að blaðra mikið um þá hluti enda hefur nó komið fram um það. Mig langar hins vegar að lýsa yfir ánægju minni á því sem ég var vitni af núna um helgina 9 - 11 jan. Ég var að spila Kursk og vitimenn strákarnir í Axis og auðvitað stelpurnar líka fóru ekki út í það að spawncampa heldur komu sér bar vel fyrir á hæðinni í miðjunni og þar af leiðandi var miklu erfiðara að ná flöggunum þar sem um ofurefli faratækja var við að etja og leikurinn varð skemmtilegri. Það hefði ekki þurft nema 2 gaura á skriðdrekum til að skella sér á allies spawnið og farið að safna stigum til gera leikinn leiðilegan. Auðvitað hefði það haft það í för með sér að þessir gaurar hefðu verið drepnir á endanum og veikt þar með stöðu þeirra sem voru að halda fánunum í miðjunni. En það gerðist ekki og vona ég að það sé merki nýrra tíma á nýju ári. Menn virtust líka vera hjálplegri í nýju ári því ég notaði kallkerfið mikið og lét vita af óvina skriðdrekum og oftast var kominn einhver duglegur flugkappi til hjálpar eða anti-tank gaur, sama á við um aðrar athugasemdir svo sem að láta gera við eða fá liðsauka.
Þá er það bara eitt í lokin og það er þetta tal um hax. Stundum eru menn heppnir eða einfaldlega bara betri. Það tappa allir á því að einhver sé að svindla, líka svindlarinn sjálfur því hann heldur áfram að vera jafn lélegur og daginn sem hann keypti leikinn.