Góðir leikmenn,

Nú eru í vændum mjög miklar viðbætur við þann búnað sem Skjálfti hefur yfir að ráða (þjóna og netbúnað), sem munu gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu en hingað til. Fyrsta skrefið verður stórbætt þjónusta við þá sem spila Battlefield 1942 og Enemy Territory. Fleiri leikir munu svo bætast við í kjölfarið.

Eins og Skjálftagestir þekkja, hafa mótin verið keyrð á tveimur tímalínum. Keppendur hafa annaðhvort getað spilað Counter-Strike eða Quake 3 Arena/AQ. Vegna gríðarlegra vinsælda og stærðar Counter-Strike er vænsti kosturinn að bæta við þeirri þriðju fyrir BF1942 og ET. Þannig verður hægt að taka þátt í báðum þeim greinum, en hvorugri þeirra samfara t.d. CS eða Q3 (e.t.v. einhverjum Q3 greinum jú, kemur í ljós innan tíðar). Þessi ákvörðun var einkum tekin í ljósi þess að mörg clön eru þegar bæði með BF og ET deildir. Þessi clön gætu þá tekið þátt í báðum keppnum, ef vilji er til þess.

Með þessu móti verður hægt að gera báðum leikjum mun hærra undir höfði en ef við ætluðum þeim að koma þeim fyrir í einhvers konar gati í CS keppninni. Reikna má með að hvor keppni verði um 12-13 klst að lengd. Skipulagsmál Skjálfta ættu að vera gestum okkar að góðu kunn - við munum ekki ráðast út í þetta af neinum hálfkæringi. Boltinn liggur hjá ykkur, ágætu leikmenn - ljóst er að þá leiki sem ná skriðþunga á Skjálfta mun ekkert skorta á milli mótanna. :)

Nánari upplýsingar um búnaðinn koma fljótlega, en um er að ræða nýtt, öflugt netkerfi og mjög svo myndarlega leikjaþjóna. Bæði koma frá aðalstyrktaraðila Skjálfta, <a href="http://www.ok.is">Opnum kerfum</a>.

Í tilefni af þessu hefur Battlefield 1942 áhugamálið nú verið fært undir /skjalfti.

fh. Skjálfta
Smegma