Góðan daginn/kvöldið or whatever….Ég ætla að koma með nokkur ágætis hint fyrir nýja spilara og jafnvel þá sem hafa spilað í einhvern tíma.

Leikurinn: Þú ert 1 maður, hluti af liði, sem ætlar að sigra, ef allir leggja sitt að mörkum þá er miklar líkur á að liðið sigri.
Til að vinna round þá þarf að verja base eins og flestir vita og því getur verið ágætt að vera 2-3 saman á hverju base-i, fleiri ef þörf krefur.

Tank: Það tekur þónokkurn tíma að verða góður á tank, sumir halda eflaust að því fleiri skot sem þú hittir á tankinn því meiri skaði, það er að vissuleyti rétt en samt ekki. Betra er að hitta 1-2 góðum skotum heldur en 3-4 léleg því þá á óvinurinn meiri möguleika á að sprengja þinn tank. Ávallt að reyna að fylgjast vel með hvað er fyrir aftan þig. Ef það er óvinur að hlaupa i kringum skriðdrekann þinn og það er veggur hliðin á þér þá getur verið gott að skjóta í vegginn því þá gæti óvinurinn flogið í burtu. Ef þú ert á Tank þá mæli ég eindregið með því að vera Engineer því það er ekkert alltaf einhver nálægt þér til að laga þig.

Airplane: Flugvél er eitt besta tækið í leiknum, þú getur sprengt allt ef þú hittir vel, ef þú ert á flugvél þá áttu helst ekkert að vera að snúa þér í hringi og leika þér og svona heldur áttu að fara á staðinn sem er kallað á backup og taka niður óvina planes. Ég mæli með því að þið æfið ykkur á flugvél í Single player áður en þið farið að vera á flugvél á public server, þótt single player sé auðvelt þá er samt hægt að æfa sig að ná stjórn á flugvél og svo framvegis, maður þarf að fá tilfinninguna fyrir því að droppa sprengjum sjálfur, til dæmis með því að æfa sig í single player!

Skip: Skipið er ekki notað til þess eina að sigla á milli staða heldur skjóta líka á óvinina :) Ef þú ert á skipi, vertu þá Engineer og fylgstu vel með kortinu!!

Infantry: Ef þú ert Infantry þá er þitt helsta hlutverk að ná base og verja það fyrir óvinunum, ef þú ert engineer þá seturu Landmines niður á jörðina til að teppa óvininn og fórna sér :P
Ef þú ert á public server þá setur maður helst ekki Landmines ofan á Viðgerðarpall því þær sjást illa og því jafnvel miklar líkur á að þú fáir teamkill því einhver vinur þinn keyrir upp á pallinn, settu því frekar Expack, finndu góðan felustað og svo BOOM þegar óvinur fer upp á hann. Gott er að beygja sig niður og leggjast niður á jörðina því þá er erfiðara fyrir óvin að hitta þig.

Kortið: Kortið upp í horninu er ekki punt, endilega nota það vel svo þú sjáir hvar þínir menn eru og svo framvegis.

2-3 hermenn vinna betur saman í hóp heldur en 1 og 1….

Takk fyrir mig!
Kv. Bluddy
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE