Vegna stöðugs tals um spawncamp hér á Huga þá langar mig að minnast á þetta. Ég var í Kursk á simnet þriðjudaginn 18 nóv. og eins og vanalega þá endar það með því að annað liðið hefur yfirburði og byrjar að spawncampa, þeir sem voru aðal mennirnir í því voru [CP]Bizzleburp ,[EASY]cmd Thor og [EASY]Aim@me,en þeir voru á flugvélum, það sem er mjög leiðilegt við þetta er að þegar 3 flugvélar eru á sveimi yfir baisinu þá kemst enginn út um dyrnar því það kemur flugvél yfir á 2 sek. millibili og blastar allt í klessu og ef einn nær að lukkast til að lifa af þá koma tankar og ég lofa þér að enginn kemst fram hjá þeim.
Það sem mér finnst vanta er skýr regla um að adminar á simnet eigi að kikka þeim sem eru í fullu campi.
Svo daginn eftir kemur þessi dæmisaga : Spawncamp var byrjað og líkaði Aim það allt í einu ekki (ekki fylgir sögunni hvort vinir hans hafi verið í hinu liðinu) en hann ákvað að drepa sína eiginn menn til að minnka spawncamp. Ég spyr…..má spawncamp viðgangast bara þegar Aim líkar það eða má það bara ekki á miðvikudögum. Er ekki kominn tími til að setja skýrar reglur ?
A.T.H. þessi póstur er til að vekja umhugsun en ekki til að gagnrýna simnet admina.