Ég ætla að skrifa þessa grein af því að mig langar til að prófa það
og athuga hvernig fólki líkar svo skítkast er velkomið!

Staðreyndir:

Staður: Eyjan Iwo Jima er staðsett ca 650 mílur suður af Tókýó, höfuðborg Japans.

Stærð eyjar: 8 fermílur.

Hermenn í bardaga: 72.000 Bandaríkjamenn og 22.000 Japanar.

1/3 af landgönguliðunum sem dóu í WW2 dóu á Iwo Jima. Það gerir Iwo Jima að þeim bardaga sem flestir dóu í í allri Seinni Heimsstyrjöldinni.

Bardaginn um Iwo Jima stóð frá 19. febrúar 1945 til 16. mars 1945.


Mánudaginn 19. febrúar 1945 stigu fyrstu Bandarísku hermennirnir á land á Iwo Jima. Þar biðu þeirra 22.000 Japanskir hermenn sem voru tilbúnir að fórna sér fyrir þjóð sína. Innrásardaginn var mannfall Bandaríkjamanna mjög mikið þar sem að flugvélar þeirra höfðu ekki alveg hitt skotmörk sín og Bandarísku landgönguliðarnir voru auðveld bráð fyrir Japana. En samt eftir daginn þá höfðu þeir náð að skipta eyjunni í tvennt.

Næsta dag byrjuðu Bandaríkjamenn að ráðast á Mt. Suribachi og þar mættu þeir rosalegri mótspyrnu og við þessar erfiðu aðstæður í hrauninu á þessari útbrunnu eldfjallaeyju mjökuðust þeir kannski bara 300-400 metra á dag að fjallinu og hver einasti maður í fremstu víglínu átti von á því að fá kúlu gegnum hálsinn frá sniperskyttum Japana á hverri stundu.

Þannig hélt það áfram fram að 11. mars þegar að nær allir Japanirnir voru fastir á norðurhluta eyjarinnar (Kitano Point) og gátu sig hvergi hrært. Þar gáfust um 200 menn upp og voru teknir til fanga. Árásir á Bandaríkjamenn héldu enn áfram úr neðanjarðarbyrgjum og það var ekki fyrr en 26. mars að öll andspyrna Japana hafði verið brotin niður og allir hermenn þeirra annaðhvort dauðir eða teknir til fanga.

Alls dóu 6891 Bandaríkjamenn og 18.070 særðust. Hinsvegar dóu allir Japanarnir nema þeir 212 sem gáfust upp. Mannfallið í Iwo Jima var hrikalegt og þessa bardaga verður alltaf minnst fyrir þá 27.000 ungu og hugrökku menn sem dóu þar.

Takk fyrir mig!

kv. datoffy