Sælir.

Eftir langan svefn fer Thursinn nú að rumska á ný. Búið er að ákveða flestar reglur, kanna þátttökuvilja clana og nú er aðeins eitt mál eftir í ?Ekki-búið-að-ákveða?-bunkanum, og það er: Viljið þið spila eina eða tvær umferðir?

Svo standa mál að búist er við ca. 8 clönum í Thursinum í ár. Þessi lið munu öll spila saman í einni deild þar sem allir spila við alla einu sinni eða tvisvar. Helsta breytingin sem gerð hefur verið er sú að nú er ekkert sem heitir úrslitakeppni heldur verður þetta bara pure deildarkeppni. Þetta er gert til þess að gera hvern einasta leik í deildinni jafn mikilvægan og hvern annan, en samkvæmt fyrra fyrirkomulagi skipti hverfandi litlu máli hvort lið t.d. var í 1. eða í 3. sæti eftir deildarkeppnina.
Semsagt: Engin playoffs.

Og þá erum við komin að því að ákveða hvort þið viljið hafa einungis eina umferð (sem tekur 7 vikur miðað við 8 lið, 6 vikur miðað við 7 lið, you get the drift…) eða hvort þið nennið að leggja í tvöfalda umferð. Báðir valmöguleikar hafa auðvitað sína kosti og galla; tvöföld umferð tekur eðli málsins samkvæmt lengri tíma en á móti kemur að allir fá annan séns. Einföld umferð gæti virst sem of stutt fyrir suma.

Allavega, þetta er það eina sem eftir er að ákveða áður en þetta getur byrjað á ný. Búið er að redda vikulegum serverum (Annar er gamli góði Thurs match, hinn er server Easy Company) og er eiginlega allt til reiðu. Skráning hefst eftir helgi, þegar búið er að koma þessu á hreint.

Ég vona að sem allra flest clön sjái sér fært að taka þátt í komandi Thurs. The more the merrier.

Zedlic