Ég er einn af þeim sem hefur spilað bf1942 lengi, einu sinni verið í clani í stuttan tíma og bara einu sinni scrimmað. Það gerir það að verkum að öll mín spilun hefur farið fram á public á simnet servernum. Undanfarið hefur mér fundist tvennt vera að gerast. Í fyrsta lagi þá eru greinilega margir nýjir og áhugasamir einstaklingar farnir að láta sjá sig á simnet og er það vel. Í öðru lagi þá er farið að bera á því að menn eru farnir að missa sig óþarflega mikið í rugl og leiðindi. Hvort þessi nýju einstaklingar eru þar í fararbroddi veit ég ekki en það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem eru búnir að spila lengur að taka þá á þeim málum og kenna þeim nýrri að spila leikinn á þeim háa standard sem við sem sækjum simnet serverinn erum orðnir vanir, því eftir að hafa spilað talsvert erlendis þá fullyrði ég að í spilamenningu,aga,mórall og skemmtanargildi er simnet serverinn með þeim allra bestu í evrópu,allavegana þangað til uppá síðkastið. Það er í rauninni mjög fátt sem hefur verið rætt um á þessum umræðusíðum um bf1942 nýlega en að þessir andskotans noobar séu að eyðileggja public og hvort það þurfi ekki að setja upp sér sever með leynipassa fyrir “alvöru” spilara og eitthvað fleira í þeim dúr. Hvað í ósköpunum hefði það í för með sér annað en að menn yrðu endanlega áhugalausir á að spila þennan leik því menn væru alltaf að spila á móti sömu nöfnunum sem með litlum breytingum spila yfirleitt sömu taktík og sýna sömu kúnstir og þeir gerðu fyrir ári. Það er nefnilega þannig að þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir okkur til að fá endurnýjun í þessa menningu. Það þarf alltaf annað slagið að setja inn nýtt blóð í svona og það má alls ekki fæla menn frá með hroka,óþolinmæði,illsku og bráðlæti. Það hafa allir einhvern tímann gert mistök í bf…sumir oftar en aðrir en með tímanum hefur öllum lærst að spila agað og með því ná árangri. Það þarf að sýna öllum nýjum mönnum fram á það að það græðir enginn neitt á því að æða fram og gera bara eitthvað úti loftið án þess að hugsa fram í tímann. Menn verða allann tímann að vera að hugsa fyrir liðið því ef þú ert í efsta sæti í þínu liði en liðið þitt tapar,hvaða gagn var þá að því að vera í efsta sæti ?
Við verðum að standa saman í þessu og taka nýjum mönnum betur en við höfum verið að gera uppá síðkastið því þá fælum við þá burtu og enginn endurnýjung á sér stað í leikmannahópnum. Reyndari og greindari menn verða að bíta í vörina og leiðbeina frekar en að skammast og blóta viðkomandi í sand og ösku.

Ég vona að þið takið vel í þessa grein og ég vona að það verði breyting á simnet bráðlega svo að þessi stórskemmtilegi leikur lifi sem lengst hér á íslandi,annars er hætt við að þetta verði bara enn einn leikurinn sem maður segir um “hey mannstu eftir þessum leik”

Hafið það gott og sjáumst þarna úti á stríðsvellinum
Awol,clanlaus bjartsýnismaður sem elskar bf1942.