Mikill áhugi virðist vera meðal íslenskra BF-spilara að gera “video”, svo mér datt sonna í hug á að koma á framfæri smá upplýsingum um hvernig má gera myndband.

Ég veit sjálfur um tvær leiðir til að taka upp en þær eru væntlega fleiri. Besta leiðin er sennilega að nota forrit að nafni FRAPS (eða álíka forrit), annars er lika hægt að tengja 2 tölvur saman (TV-out í TV-in eða álíka) en það er bara vesen.

FRAPS má nálgast hér eða beint fíja útgáfu hérna. Eftir að hafa náð í það er gott að installa (setja upp) með því að tvísmella á “file-inn” og smella á “Install”. Þá ætti að vera hægt að keyra forritið frá flýtihnappi á desktopinu. Restin ætti að vera nokkuð einföld en ég skelli smá hljáp með líka.

Stillingar á FRAPS:
Að stilla FRPAS er nokkuð einfalt en hérna er svona smá smá um hvernig má stilla það. Fyrstu 3 dálkarnir eru eithvað rugl sem ég veit ekkert hvað er svo ég sleppi þeim, en í “movie options” þarf að vera hakkað við: “Enable video capture - Hotkey” og velja þar til hliðar einhvern taka sem nota á til þess að taka upp.
Nú þar fyrir neðan er “Movie framerate”, þetta breytir nokkuð mikllu í sambandi við gæði og stærð. FPS er einfaldlega “rammi á sekúndu” svo sé þessi tala lág á myndbandið til að hiksta (þegar eithvað er að gerast mjög hratt) en verður fyrir vikið minna í stærð, aftur á mótti sé hún há rennur myndbandið vel í geng en gæti stækkað eithvað á mótti. Þess má geta að venjuleg bíómynd er 25 FPS og einnig að klippi-forrit breytta þessu oft.
Í “Advanced Options” má finna svona hina og þessa “fidusa” sem fólk ætti ap kynna sér sjálft.

Upptökkur:
Áður enn hægt er að taka upp þarf að athuga það að FRAPS tekur ekki upp í hærri upplausn en 640x480 og víst ekki mjög vel í 32 “bit-um” gott er því að stilla á 640x480x16 í “Options -> Video”
Þá ætti ekki að vera mikið meira að gera en að koma sér a server og taka upp, með því að smella á takkann sem fólk valdi sér að nota, í “Enable video capture - Hotkey”.´
Svo eftir að viðkomandi hefur tekið eithvað upp ættu að byrtst “file-ar” i FRAPS möppunni (default: C:\Program Files\Fraps) en þeir eru allveg óendalega stórir því eftir er að “compressa” þá. Það má gera beint með VirtualDub, býst nú samt ekki við því að einhver nái að taka allveg allt upp fullkomlega svo gáfulegra væri að gera þetta bara með klippi-forriti um leið og marr klippir upptökurnar saman.

Klipping:
Við klippingu mæli ég með Windows Movie Maker 2, þar sem önnur forrit eiga það til að vera vel flókinn.
Velji menn að nota WMM þarf að byrja á þvi að “Importa” upptökunum, það er gert með því að fara í “File -> Import Into …” eða “Ctrl+I”, eftir það er þeim skeyt saman að vali upptökumanns/upptökuliðs með því að draga upptökurnar á “tíma- eða sögubarinn” (Timeline, Storyboard).
Sé síðan farið útí það að klippa upptökurnar í sundur og læti er farið í Timeline (takki sem heytir “Show Timeline” eða “View -> Timeline”; “Ctrl+t”) þar smella menn síðan á staðinn þar sem klippa á og fara í “Clip -> Split” eða “Ctrl+L”. (Síðan er það bara að fikta sig áfram, búinn að segja frá stærstu hlutum, þeim sem ég átti í vandamálum með)
Og í lokin þarf að “save-a” þetta sem eitt myndband. Þá er farið í “File -> Save Mvoie File”, mæli þar með að farið sé í “My Computer”, nafnið skiptir mér svo sem eingu. Þegar að því er komið að velja gæðin (Movie Setting) eru þar nokkrir góðir valmögleikar sem fólk bara velur úr, langar samt að koma því til skila að í “setting details” má sjá hvernig gæðinn verða nokkurn veginn, mæli með eftirfarandi:
Bit rate: i kringum 700 ætti að fínt, fer samt eftir því hvert upptöku efnið er, mæli með að fólk reyna að finna sem lægstu töluna þarna sem sleppur (breytir miklu í sambandi við stærð)
Display size: hafa 640*480
Síðan er það bara hinn góði takki next og þá tölvar tölvan og eftir það ætti að koma fallegt myndband !

Jæja, tel mig hafa sett eithvað af viti hérna, vona að einhver skilji þetta ruglum bugl mitt.

P.S. Biðst afsökunar á stafsetnigavillum sem mjög sennilega hafa sprotið upp. (ætlaði nú að setja eithvað meira hérna en man ekki hvað það var…)

kv.
k.v.k, [I'm]k.v.k
k.v.k, b-LAN Crew