Herramenn og/eða kerlingar.

Heilræðin í Battlefield virðast ótakmörkuð, sem er jú meðal þess sem gerir leikinn svona fjári skemmtilegan.

Það er eitt sem ég hef hinsvegar tekið eftir, sem er óttablandin virðing fyrir talstöðinni þegar það á að kalla á hjálp.

Það að kalla á hjálp getur nefnilega skipt sköpum fyrir hvern sem er í leiknum, hvort sem menn eru reyndir eða nýliðar. Óþarfi er kannski að taka það fram að það er langsniðugast að hafa talstöðina á Ensku (sem er hægt að stilla í Options), nema auðvitað viðkomandi kunni tiltekið tungumál, t.a.m. Rússnesku eða Þýsku.

F6, F5! F6, F5! Aftur og aftur og aftur, ekki hika, en reyndar ekki kaffæra talstöðina. Aftur og aftur, en samt bara af og til.

Ef þið eruð meiddir, ekki hika! Ef skriðdrekinn ykkar er undir árás, ekki hika! Það er nefnilega alveg ótrúlega þægilegt að sjá það á kortinu hvern vantar hjálp, og get ég sagt það sem reyndur medic/engineer (spila vart neitt annað) að menn sem nota þetta talsvert geta breytt sögu leiksins gjörsamlega, og merkilegt nok þá eru einstaka vitleysingar eins og ég sem spila fyrir liðið en ekki bara fyrir eigin stig, svo að maður veit aldrei hvenær hjálpsamur samherji er á næsta leyti.

Mér fannst rétt að skrifa heila grein um þetta þó að sumum þyki þetta kannski vera smáatriði. Þetta er það nefnilega alls ekki… þetta er smáatriði í framkvæmd, en stórt atriði í leiknum sjálfum.

Gangi ykkur vel! Þ.e.a.s. þeim sem eru með mér í liði. Þið hinir munuð DEYJA! ÍTREKAÐ!