Battle of Britain - flugvélarnar Supermarine Spitfire(1938)

Það voru framleidd 20.351 stk. af henni, eða fleiri en af nokkurri annarri enskri tegund. Auk þess eina flugvél Bandamanna, sem hélst í framleiðslu öll stríðsárin. Reginald J. Mitchell teiknaði Spitfire 1936 en hún var tekinn í notkun árið 1938.
Við upphaf stríðsins voru til 9 Spitfire flugsveitir og 19 þegar þegar orustan um Bretland hófst 12. ágúst 1940. Í því mikla loftstríði sem stóð til 31. október, voru daglega á lofti að meðaltali 957 Spitfire vélar móti 1.326 Hurricane vélum. Þýðing Spitfire vélanna til að vinna sigur í þeirri rimmu var alveg ómetanleg. Spitfire vélarnar grönduðu talsvert fleiri vélum en Hurricane vélarnar. Þær voru búnar 8 vélbyssum í vængjunum og voru þær taldar bestu árásarvélar seinni heimsstyrjaldarinnar.


Messerschmitt Me 190E(1938)

Willi Messerschmitt teiknaði hana 1935. Me 109 var framleidd í meira magni en nokkur önnur herflugvél í stríðinu, eða meira en 35.000 stk. Tók fyrst þátt í hernaðaraðgerðum í borgarastyrjöldinni á Spáni og voru það gerðirnar B og C. 11. nóvember 1937 setti Me 109 heimshraðamet 610.55 km á klst. Árið 1939, þegar stríðið braust út, töldu Þjóðverjar hana fullkomnustu orustuvél heims. Hún mætti heldur hvergi jafnoka sínum í hernaðaraðgerðum í Póllandi, á Norðurlöndunum, né Frakklandi. En þegar orustan um Bretland hófst, mætti hún hættulegum andstæðingi, þ.e.a.s. Spitfire . Þjóðverjar misstu 1733 flugvélar í orustunni um Bretland, þar af voru 610 Me 109. Á sama tíma misstu Bretar 915 flugvélar. Með F-gerðinni var henni breytt í varnarorustuvél. Árið 1942 kom fram öflugasta gerðin G eða Gustaf og var haldið áfram að framleiða hana til 1945. Af mörgum afbrigðum var T-gerðin e.t.v. furðulegust, því hún var gerð til notkunar á flugmóðurskipum, sem Þjóðverjar gátu þó aldrei beitt. Fyrstu 3 ár stríðsins var Me 109 aðalorustuvél Þjóðverja á öllum vígstöðum, en jafnvel eftir það veitti hún hvarvetna mikilvæga þjónustu í samstarfi við hina fullkomnari Focke-Wulf 109. Hlutverki sínu gengdi hún fram á síðasta styrjaldardag.


Junkers Ju 88A(1939)

Kom fyrst fram 1936 sem meðalþung sprengjuvél, og reyndist hún ein kröftugasta hervél sríðsins líka sem steypivél, árásarvél, rundurskeytavél, könnunarvél, langfleyg oeustuvél og næturorustuvé. Frá stríðsbyrjun fram til 1945 voru framleiddar 10.774 af sprengjuvélargerð og um 6150 af orustuvélargerð, eða alls nærri 17.000 stk. Hún var mjög virk sem sprengjuvél og stóð sig best í orustunni um Bretland, síðar í Afríku og í árásum á skipalestir á Miðjarðarhafi, Nprðusjó og Atlandshafi. Tæknilega talin mjög vel heppnuð vél. Árið 1943 spratt upp frá henni með miklum endurbótum Ju 188, enn öflugri og hraðfleygari og smíðuð 1000 stk. af henni


Heimildir: Flugvélabók Fjölva og Orrustan í loftinu