Mig langaði aðeins að ræða möguleikann á alvöru BF1942 keppni á komandi Skjálftamótum. Við reyndum þetta síðast, en það var hvorki nógu vel kynnt né skipulagt, og samfélagið auk enn að slíta barnsskónum, svo að segja, svo árangurinn varð ekki góður; örfáir leikmenn úr örfáaum liðum mættu, og ekkert varð af skipulagðri keppni.

Nú væri kjörið að fá smá umræðu um þetta í gang! Skjálfti 2 | 2003 verður nefnilega haldinn 13.-15. júní næstkomandi, og skráning hefst kl 18:00 á fimmtudaginn. Við (Skjálftastjórnendur) erum tilbúnir til að halda þar BF1942 keppni, en spurningin er bara hversu mörg lið myndu mæta til leiks. :)

Algjört lágmark til að geta haldið einhvers konar keppni er vitaskuld þrjú lið, en fimm til sex þó mun betri tala. Við myndum sennilega vera að horfa á 12 manna lið (sem er hár þröskuldur, ég veit), 10 manna ef það reynist eitthvað miklu auðveldara.

Einnig er mikilvægt að fulltrúar liðanna tali saman, svo 1-2 lið lendi t.d. ekki í því að mæta án þess að hafa hugmynd um hvort fleiri lið verði á staðnum eður ei. Þess vega datt mér í hug að BFarar gætu rætt þessi mál innan og á milli clananna, og skráð lið sín tímanlega ef útlit er fyrir að viðunandi fjöldi fáist til þátttöku. Komi svo í ljós innan u.þ.b. viku eða tíu daga að fjöldinn verði ekki nægur, verður þeim sem hafa skráð sig gefinn kostur á að draga skráningu sína til baka án nokkurs konar eftirmála eða vesens. :)

Stærð liða þarf svo að negla niður fyrir upphaf skráningar á fimmtudag, ef þetta á að geta gengið.

Ef þetta næst svo ekki núna, verður það örugglega auðveldara þegar tímabil tvö af Thursinum verður í garð gengið, og vonandi fleiri clön farin að spila keppnisleiki. Ekkert liggur á. :)