Spawncamp: Hvað eigum við að flokka undir spawncamp?? Skriðdrekar inní hangar, allir assault menn að bíða á spawnstað og enginn friður til að hlaupa í skjól.En hvað með sniper sem er í 1000 metra fjarlægð frá stöðinni? Er hann að spawncampa eða berjast drengilega? Ég veit að margir eru ósammála þessu og finnst þetta vera réttur sigurvegara að fá að endalega ganga frá moral hins liðsins en ef þetta væri alvöru stíð (ég veit að þetta er tölvuleikur þannig að slepptu því að skrifa comment um það) þá myndi ég ekki birtast upp úr þurru lofti og skriðdrekar, flugvélar og annað dót dettur ekki sí sona af himnum.

Bílaferð að flugvél eða stuldur: Menn sem nota alltaf bíla til að ná flugvélum á undan okkur sem erum á harðaspretti á tveim jafnfljótum, hvort eru þeir bara sniðugari en við sveittu karlarnir eða er þetta flokkað undir svindl.

TEAMKILL: Afhverju er svona erfitt að skilja þetta, vinur=don´t shoot! Ég veit að nokkrir eru ungir að árum og eru að fíflast við að nota nick stóra bróður eða eitthvað en mér finnst helv.. margir komast upp með nokkuð mörg TK áður en admin sparkar í rassinn á þeim, og hvað þá áður en þeir eru bannaðir. Einhver á vakt þyrfti að grípa IP tölur aðeins oftar að mínu mati og vera strangari þegar menn biðjast ekki afsökunar.


Bara að taka það fram að ég veit alveg hvað þessir hlutir hér að ofan eru, næstum allir hafa einhvertíman tekið þátt í spawncamp, stolist til að þeysast frammúr öllum á bíl tekið flugvélina og hlegið svo dátt að því þegar maður er kominn í loftið og allir hafa óvart drepið teammate (eða þá hefnt fyrir sig og sína og drepið tk-ara). Málið er bara að þetta er einn sá besti leikur sem gerður hefur verið og ef ekki væri fyrir smá leiðindar atriði þá myndum við ekki eiga okkur neitt annað líf en tölvufjandann (ha Zedilic?? nokkuð búinn að skjóta niður vél frá Flugleiðum eða Atlanta???) Margir eru búnir að skrifa mikið og margt um þetta áður en ég er pirraður á því að spawna beint fyrir framan hlaup á skriðdreka sem gerir ekkert annað en skjóta af mér hausinn áður en lappirnar mínar eru komnar á jörðina. Spurning hvort þessi blessuðu clön geta ekki farið að berjast um heiðarleikaverðlaun og skipað og refsað sínum mönnum?

Annars er ég bara áhugamaður en ekki pro í þessum leik, já by the way, ég vill líka fá að grínast aðeins:

The Most Jolinn, gefðu okkur séns og legðu snipernum um stund við viljum spila lengur en 5 sek.
*Iceman*, ekki fara í flugvél please ég hata að sjá þig troða 500 kg sprengjum upp í rassgatið á mér.
Svo þið allir hinir sem leggið mig i einelti þið megið alveg hætta því :).

Gaman að berjast við ykkur, skýt ykkur seinna!

Pvt.Epic
Pain heals, chicks diggs scars, glory…………. lasts forever!