Sælt veri fólkið. Ykkur kann að finnast ég vera að apa eftir Volrath, með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni og hans verkum þá langar mig svona í tilefni næsta deildarleik að segja ykkur hvað átti sér stað við rússnesku borgina Kharkov.

Eftir tap þjóðverja við um Stalíngrad var Stalín ákveðinn í að hrekja þýska herinn út úr föðurlandinu. Hörð gagnárás Rússa spannaði alla víglínu Rússlands. Rússneski herinn undir stjórn Semyon K. Timoshenkos gerði árás á herlið þjóðverja utan við borgina Kharkov 12 Maí 1942 en sókn hans var brotin á bak aftur á öðrum degi. Timoshenko vildi flýja með herlið sitt, en Stalín gaf leyfi til að hörfa of seint, yfir 200.000 rússneskir hermenn voru herteknir.
Þessi ósigur Rússa hampaði gagnárás þeirra töluvert og leit allt út fyrir að Þjóðverjar gætu auðveldlega lagt Rússland undir sig. Rússneski herinn hélt þó velli og varðist af ótrúlegum krafti í nægan tíma til að byggja upp meira herlið.
Það var 16. Feb 1943 sem Rússar ná loksins Kharkov með gífurlega stórum her og markaði þessi bardagi fyrstu alvörugefnu gagnárás Rússa í seinni heimstyrjöldinni(þetta er sá bardagi sem við erum að berjast í í BF1942). Herlið Þjóðverja sem var nú orðið mun færra en hið Rússneska var nú sett undir stjórn Erich von Mansteins. Manstein leiddi Rússa í gildru sem fólst í því að hörfa með herlið til baka til að láta Rússa halda að um væri að ræða algjöran flótta þýska herliðsins úr Rússlandi. Þannig plataði Manstein Rússneska herliðið sem var að safnast saman við Kursk til að veita eftirför. Með rétt tímasettri og snilldarlega framkvæmdri gagnárás valtaði hann yfir Rússneska herinn. Með þessir aðgerð náði Manstein borginni Kharkov aftur á vald Þjóðverja.
Rússneski herinn hafði orðið fyrir svo alvarlegum ósigri að árás var óhugsandi. Rússar hófu því að hamstra herliði við borgina Kursk og biðu eftir því að Þjóðverjar tækju fyrsta skrefið. Hitler var staðráðinn í að halda sókninni áfram og var árás á Kursk óumflýjanleg. Árásinni seinkaði þó sem kom Rússum að góðu gagni þar sem þeir styrktu varnir sýnar til muna. 5. Júlí hófst árásin sem hefur verið nefnd ein stærsta skriðdrekabardagi sögunnar. Þjóðverjar töpuðu þó þessum bardaga eftir að hafa þurft að keyra yfir stórt jarðsprengjusvæði áður en þeir þurftu að berjast við mun stærri rússneska herinn.
Nú voru þjóðverjar algjörlega lamaðir og gátu á engan hátt sótt á Rússana. Rússneski herinn sótti fram og tók hvert landsvæðið á fætur öðru. 23. Ágúst 1943 tóku Rússar Kharkov aftur. Þetta voru lok Þýskrar framrásar í Rússlandi.