Battlefield1942: The Road To Rome Eins og flestir vita er að koma út fyrsta viðbótin fyrir okkar uppáhalds leik. Viðbótin einbeitir sér að þeim mestmegnis gleymdu stríðsvöllum Sikileyja og Ítalíu og mun hún innihalda ný tæki, vopn, heri og borð.
Áætlað er að viðbótin komi út í bandaríkjunum í þessum mánuði.

Viðbætur:

Þessi vara mun auka vopnabúr fyrri leiksins og þá er mikið sagt.
En ekki er aðeins um vopn að ræða heldur munu tvö ný lið sjá dagsins ljós, Ítalski herinn og Franska Frjálsræðissveitin og 6 ný borð.
Og má þar nefna “Operation Husky”(sikiley) og orrusturnar um Anzio og Monte Cassino. Og auðvitað munu þessi borð innihalda sérítölsk hús, tré og jafnvel Klaustrið á Monte Cassino.

Ný tæki eru meðal annars hin þýska BF-110 sem er flokkuð sem “fighter-bomber”, Breska Mýflugan (British Mosquito) sem er í sama flokk og BF-110.
Einnig hefur verið sett inn And-Skriðdreka byssa eða “Howitzer” sem hvílir á tveim stórum hjólum og þýsk samsvarandi byssa “PAK 40”.

Skriðdrekunum hafa einnig fjölgað um þrjá, hinn ameríska tvíbyssna M3 Grant og hinn þýska “Sturmgeschutz”, og svo síðast en ekki síst, hinn ítalska M1 1-39 Carro Armato.
Þess má líka geta að fallbyssu hefur verið bætt á suma APC'a til að gera þá fjölhæfari.

Ný vopn eru Ítalska breda model 30(auto), Breska sten byssan (light auto) og byssustingir fyrir bæði No4 og K98.

Heimildir: http://www.planetbattlefield.com/bf1942/r2r/