Ég hef alltaf orðið svolítið pirraður þegar ég sé gaura hlaupa út í rassgat í byrjun leiks, aðeins til þess að vera tekinn í A hólið mínútu seinna af óvinasveit. Svo spawnar þessi sami á næsta spawnpointi, og hvað þá ?!? hann hleypur af stað um leið og hann snertir jörðina og verður skotinn eftir, segjum 30 sekundur … . Þetta er bögg því ég býst ekki við því að í seinni heimstyrjöldinni hafi verið menn út um allar trissur að skjóta á allt sem hreyfist. Í þessum leik eru allir svo vanir counterstrike og svo vanir þessum hraða sem í honum er, að allir sem spila battlefield vilja hlaupa eins fljótt og hægt er að komast í bardagann til þess að missa ekki af neinu.
Ég legg til að einhver setji upp server einhverntímann, þar sem spilað verður í rólegheitunum, og liðið vinnur sig áfram base to base, og nokkrir kannski fá far með flugvélum til þess að koma aftan að óvininum. Tökum Wake Island sem dæmi. Þar eru Bandaríkjamenn með öll base í byrjun leiks og japanir VERÐA að ná þeim til að tapa ekki. þarna væri hægt að berjast korterum saman þar sem engu skoti væri hleypt af í svo lengi sem mínútu. Spennan myndi magnast er hópar, samansettir úr 5 - 6 spilurum, færa sig hægt yfir landslagið, vonandi að engin óvinasveit sé nálægt, reynandi að ná að næsta beisi ómeiddir. Þessi sveit veit að önnur vinasveit er hinum megin við beisid, bíðandi eftir þeim. SKO !!! þetta er Spenna !!! það færi alveg með suma að taka þessu svona rólega. En ég vill endilega fá að vita hvort þessi tillaga fái góðar móttökur.