Hvað fær mig til þess að spila BF Nú telst það varla “eðlilegt” meðal jafnaldra minna (33 ára) að eyða löngum kvöldum fyrir framan tölvuna, með ferköntuð, rauðeygður og höfuðið í laginu eins og skjár. Það eru um ca. 3 mánuðir að ég varð heltekinn af þessum leik. Fyrstu kynni af demóinu en síðan tók retail útgáfan við. Ekki það að þetta sé í fyrsta skipti sem ég “leik” mér í tölvu, hef nefnilega alist upp við þær nánast frá blautu barnsbeini. Þeir sem eru á mínum aldri muna eftir Sinclair Spectrum 48 K, Amstrad, Amiga, BBC 128 K, osfv. Allt “tölvur” sem hafa að hluta gerti mig að þeim manni sem ég er í dag. Þannig að þetta er skýringin ég er alin upp við þetta, margir á mínum aldri hafa bara gleymt þessu

Þetta skýrir þó ekki afhverju BF hefur heltekið mig svo, ekki er þetta sá leikur sem telst komast nálegt því að vera hin fullkomni, fyrstu persónu skotleikur, þá sérstaklega þegar maður hugsar hve vel tókst strax frá byrjun, því bróðir minn hefur tjáð mér hve margar uppfærslur t.d. Counter****(ég þori varla að segja þetta antikrists nafn) þurfti til að verða eitthvað varið í. Nei það hlýtur að hafa eitthvað með það að gera, að á meðan maður spilar á netinu situr er einhver annar lifandi einstaklingur með sömu ferköntuðu, rauðu augun á bakvið hvern leikmann, og slíkri gervigreind er ekki hægt að líkja eftir með alvöru hætti í dag.

Nú er þó svo komið að ég er kominn með nokkra leið á þeim borðum og vopnum sem fylgja retail leiknum, hef því lítið verið að spila undanfarið á Simnet og Fortress. Hafði í raun áhyggjur af því að þetta áhugamál mitt væri að líða undir lok. En nei aldeilis ekki framtíð BF 1942 er björt og höfum við nokkrir meðlimir í [CP] verið að gera tilraunir með server sem innihalda ný mod og borð sem auðvelt er að nálgast netinu. Það er í raun ótrúlegt hve mikil gróska er í mod framleiðslu þessa dagana og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma, mikið væntanlegt af nýjungum. Hugmyndin er að opna hann öllum en til þess verða menn að útvega sér þau mod og aukaborð sem þarf til að spila á honum.

Til stendur einnig að opna heimasíðu [CP] á næstunni (vonandi þessa helgi) og mögulegt verður væntanlega að nálgast eitthvað að þessum modum og borðum þar.

E.S Ef einhver hefur áhuga á að prufa þau borð sem [CP] serverinn hefur upp á að bjóða hafið þá samband við Server admin Maestóinn sjálfan [CP] DEAD MAN WALKING á stjani10@hotmail.com eða á msn.

Bræður munu berjast, og BF kveðjur frá [CP] Yank og [CP] DEAD MAN WALKING