Mini-mót 1|2003 – Skráning - Reglur

Eftir stórvel heppnað mini-mót um miðjan nóvember og almenna ánægjum, þá er það mér sannur heiður að tilkynna ykkur að þeir sömu aðilar og héldu síðasta mini-mót, þ.e. [89th] & [Fantar] ætla að halda annað slíkt fimmtudaginn 23.janúar og föstudaginn 24.janúar

Alls er pláss fyrir 6 lið í þessu móti og verður spilað í 10 manna liðum. Allir spila við alla og eru þetta því fimm umferðir, þrjár verða spilaða á fimmtudagskvöldið, 23 janúar og tvær á föstudagskvöldið, 24 janúar. Síðan munu þau 2 lið sem verða efst keppa hreinan úrslitaleik um sigurinn í Mini-mót 1|2003. Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 24.jan (sami dagur og seinni umferðirnar tvær)

Þar sem þetta eru alls sex leikir (fyrir þá sem komast í úrslit) og það eru sex lið þá var hugmyndin að láta hvert lið sem skráir sig til keppni velja eitt kort af eftirfarandi lista (nokkur kort eru ekki í boði vegna t.d. ójafnvægis milli axis-allied, einnig eru nokkur sem þykkja of stór). Svo verður þessu kortum raðað niður á umferðirnar fimm + úrslita leikinn og svo spila öll liðin sama kort í hveri umferð.
A.T.H. það má vera að tvö eða fleiri lið velji sama kortið og þá verður þar bara spilað oft.
Borðin sem í boði eru eftirfarandi.

Tobruk
Iwo Jima
Kursk
Stalingrad
Kharkov
Opperation Market Garden
Opperation Battleaxe
Bocage
Wake Island
El Alamain
Battle of Midway
Battle of the Bulge

Áætlað er að spilaðir verði 3 leikir á sama tíma, og verður þá spilað á þrem serverum, [89th] server, [Fantar] server og Símnet match (vona ég, hef reynda ekki fengið afnot af honum ennþá, en get ekki ímyndað mér annað en að við fáum hann.)

Stigagjöf:
Farið verður eftir samtals miðum eftir 2 round.
Sigur 3 stig (Samtals miðamunur meiri en 25 miðar liðinu í hag.)
Jafnt.1 stig (Samtals miðamunur 25 miðar eða minni)
Tap 0 stig (Samtals miðamunur meiri en 25 miðar liðinu í óhag.)

Server Stillingar:
Game mode: Conquest
Game length: 25 min (25 min hvert round = 50min)
Tickets: 100%
Friendly nametag: 500m
Enemy nametag 50m
Friendly fire: Default
Freecamera: On
Allow nosecam Yes
External view On
Spawn time: 20s
Spawn delay: 5s
Game start delay: 60s

Skráning fer fram þannig að AÐEINS þeir sem eru foringjar í sínum klönum, eða þeir sem hafa umboð foringja liðs síns mega skrá liðin sín. Það er aðeins tekið við skráningum í gegnum tölvupóst volrath@vortex.is og þar þarf að koma fram nafn á liði sem skráð er í keppni sem og hvað kort viðkomandi lið velur. ATH Ekki pósta hér fyrir neðan hvaða kort ykkar lið ætlar að velja, þetta er gert til þess að lið sem ekki eru búin að skrá sig velji kannski “næst” besta kortið sitt vegna þess að það er einhver annar búin að velja “besta” kortið þeirra.

Fyrstir koma fyrstir fá, mikilvægt er að menn skrái lið sín og kort sem þeir vilja spila sem allra fyrst vegna þess að það þarf að koma upp tímasetningum og kortum sem spila á sem fyrst til þess að menn geti farið að undirbúa sig.

Kveðja
[89th]GEN. Volrath