Þetta er eitt umræðuefni sem mér liggur á hjarta og sem ég hef nú þegar póstað sem svar við greininni “Spawncamp=Tactík” sem var greinilega mjög heitt og umdeilt umræðuefni, miðað við þann fjölda svara sem hún fékk. Það höfðu greinilega allir eitthvað að segja um það. En þetta er nokkurs konar “undirflokkur” í því máli, þó að ég sé eiginlega að tala um camp á repair pöllum hvar sem þeir finnast. Ég veit ekki hvort þetta verður grein eða hvort þetta lendir á korknum og mér er í raun sama, mig langar bara að vita hvað öðrum finnst um þetta. Eruð þið sáttir við þetta eins og það er? Eruð þið síður en svo kátir, og viljið láta breyta þessu? Er ykkur kannski bara SKÍTsama? Látið heyra í ykkur. Allavega hérna er svarið mitt við greininni:
[tek það fram að mér finnst þetta frábær leikur] "En það er eitt við leikinn sem mér finnst að developers mættu laga og það eru viðgerðar (repair) pallarnir. Mér finnst það í alla staði pirrandi og óraunverulegt í annars mjög skemmtilegum og mátulega raunverulegum leik að skriðdrekar skuli geta setið á þessum stöðum nánast ódauðlegir og barist með fullum styrk. (nema að allir skjóti hann í rassinn samtaka á sömu sekúntunni eða ef maður nær að koma Exp pack á hann) En hvernig í andskotanum á að leysa þetta? Taka út repair pallana? Nei. Mér dettur í fljótu bragði ein lausn í hug og það er að repair pallarnir séu *aðstaða* fyrir hermanninn að laga tankinn sjálfur. Þar með fá menn sitt repair en geta ekki barist á meðan. Eða þá að skriðdrekinn geti einfaldlega ekki hreyft byssuna eða skotið meðan hann er á pallinum (mjög rökrétt þar sem maður lagar varla hluti skriðdrekans meðan þeir eru allir á hreyfingu) og ef þú lendir í fyrirsát, þá geturðu bara keyrt út af pallinum. Hvað finnst ykkur? [edit: Með *aðstöðu* hugmyndinni gæti drekinn barist meðan hann fær repair, en þá væri þó allavega hægt að drepa repair gaurinn (hljómar ágætlega, þar sem hlutirnir laga sig náttúrulega ekki sjálfir). Og svo datt mér önnur aðferð í hug, mjög svo einföld, að gera hafa viðgerðirnar eins og þær eru, nema bara *hægari*. Þar með væri heilsa óvinadrekans ekki næstum komin í fullt þegar þinn dreki er tilbúinn að skjóta aftur. En auðvitað hefur þetta þann galla að óvinadrekinn hefur ennþá leiðindaforskot á þig, og mun betri möguleika á að vinna slaginn. En.. enn og aftur, Hvað-Finnst-Ykkur? End of edit]