Ég ætla að byrja á enskri skilgreiningu á Modification.

————————————– ———————
[mod·i·fi·ca·tion]
n.
1. The act of modifying or the condition of being modified.
2. A result of modifying.
3. A small alteration, adjustment, or limitation.
modi·fi·cator n.
modi·fi·cato·ry (-kt-r) or modi·fi·cative (-ktv) adj.
————————————————- ———-

“Að modda leik er góð skemmtun. Þetta mod er bannað innan átján ára. Góða skemmtun”

AAhhhhh…. ef aðeins þetta væri svona einfalt. En svo er ekki.

Af lestri á korkunum á www.bf1942.com að dæma þá virðist vera algjört helvíti fyrir *moddara* að reyna að breyta leiknum til hins “betra” því EA/DICE hafa búið svo um hnútana að til þess að breyta leiknum þarft þú að notast við hluti sem þegar eru í leiknum.
Sem dæmi:
Kugelkopter er algjör sjón að sjá. Þetta er jeppi sem breytt hefur verið í þyrlu sem getur tekið allt að sex manns inn í einu. Einn til að stjórna “þyrlunni” sjálfri, þrjá á kúlulaga byssuturrets, og auka farþega til að sjá um að droppa sprengjum.

Þennan mod hef ég reynt og það er vægast sagt erfitt að reyna að stýra ferlíkinu sökum þess að EA/DICE hafa ekki gefið út SDK-ið ennþá (kóðann). Ég held persónulega að þeir ætli að bíða eftir gulli þar til þeir sleppi þessu út og þá líklegast búnir að gefa sjálfir út nokkra “official” modda líka.

Annars finnst mér nokkuð fáránlegt að kaupa þennan “Veg til Rómar” mod því að í honum er ekkert sem er á leiðinni, og vil ég þá helst benda á æsispennandi mod sem er í vinnslu: Desert Combat heitir sá mod og er, eins og flestir/nær allir moddar ÓKEYPIS.

Ég man skyndilega eftir spurningunni: Á að búa til Battlefield Irak? (eða myndirðu kaupa-) ..ég svaraði hreint og klárt NEI. Ef hann væri búin til af einhverjum áhugamönnum sem gæfu vinnu sína til að bæta skemmtanagildi leiksins fyrir þá sem og okkur hin væri bara stórkostlegt! En að kaupa… ég gef peninga mína dálítið hikandi þegar ég get fengið eitthvað ókeypis.. =)

Hérna fylgir með tengill yfir á forum-ið hjá bf1942.com þar sem þið getið skoðað hitt og þetta. Ég mæli með að þið kíkið á mod eins og Heavy Bombardment og fleiri (flamethrower, shotgun ofl!!!)

http://bf1942forums.gameservers.nl/

Úff.. . mín fyrsta grein… endilega gefið mér komment -ef ég fæ þetta birt, *og ekki halda aftur af ykkur* ;)

Kvikindi Out.

BF1942 : +SS EVIL

|||
?¿?
*