Í BF er hægt að fljúga flugvél (fyrir þá sem ekki vita að það er hægt). Flugvélar að mínu mati eru skemmtilegustu faratækinn, hraðskreiðar og snöggar + það er auðvelt að ná í meira ammo þegar ammo-ið í vélinni er að þrotum komið. Í BF eru til 3 tegundir véla:
Eins manns vél sem varpar 1 sprengju í einu.
Tveggja manna vél sem getur varpað annaðhvort 2 sprengjum eða tundurskeytum, vélinn er með sæti fyrir skotmann sem er staðsett að aftanverðri vélinni svo að hann geti skotið vélar sem elta mann.
Jæja… fyrst finnur þú þér vél og ferð upp í hana (e takkinn). Næst ýtir þú á W til að fara áfram eftir smá tíma ertu farinn að “keyra” beint þá ýtir þú niður á örvatakkanum til að taka á loft. Þá ætir þú að vera kominn í loftið ef þú hefur ekki krassað á einhverju sem var í vegi þínum eða sprengt sjálfan þig í loft með því að varpa sprengju í flugtaki ;P.
Hægt er að nota bæði músina og örvatakkana til að fljúga. Gott er að prófa fyrst hvað manni finnst þægilegt að nota. Ég nota eingöngu örvatakkan og Spacebar og Cntr til að skjóta og varpa sprengjum.
Að bomba
Að varpa sprengjum er list ;). Í fyrstu er það mjög erfitt þar sem maður má ekki varpa henni þegar maður er fyrir ofan skotmarkið. Gott er að taka smá “tilhlaup” eða fara dálítið frá skotmarkinu og snúa við og fljúga miðlungs lágt yfir skotmarkinu. Þegar þú nálgast skotmarkið skaltu varpa sprengjunni og snögglega rífa þig aftur upp í loft til að þú sprengir ekki sjálfan þig.
Tundurskeyti
Tundurskeyti lýta út eins og löng rör neðan á flugvélinni með gulum oddi (ehemm.. ;) ). Best er að nota þau til að sökkva skipum. Til að tundurskeytin virki fullkomlega þarf að fara frá skipinu og fara beint á móti því, og sleppa skeytinu í sjóinn. Ef þetta hefur heppnast fer skeytið beint á skipið og springur með tilheyrandi skaða á skipið.
ATH! Passa verður að vera ekki of langt í burtu þegar maður sendir tundurskeytið því að þá fer það undir skipið og springur ekki.
Vonandi kom þetta að einhverju gangi fyrir þá sem ekki kunna að fljúga (eða kunna lítið að fljúga)..
Semper fidelis