Hugmynd af deild fyrir BF1942

Fjöldi liða

Fjöldi liða í deild verður sex. Ef að undirtektir verða betri, þá er ekkert mál að hafa liðin fleirri. (A.T.H. að allt sem kemur hér að neðan er miðað við 6 lið.)

Fyrirkomulag

Spilað verður allir við alla einu sinni og verða því spilaðar alls 5 umferðir. Í hverri umferð verður spilað eitt borð, þ.e. öll lið spila sama borðið í t.d. 1. umferð.Spilað verður einusinni í viku og verður einn leikur hvert kvöld, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Spilað verður á scrimm server sem [FANTAR] ljá okkur (vonandi). Verður spilað 10vs.10 (12vs.12 ef að við náum sex liðum sem geta spilað með þann fjölda) og menn spila einusinni sem Axis og einusinni sem Allied.

Stigafyrirkomulag

Þegar umferð líkur þá kemur í lok hennar á skjá manna tafla þar sem stendur eitt af eftirfarandi:
Total victory, Major victory, Minor victory, Draw, Minor Defeat, Major Defeat, Total Defeat

Stigagjöfin fer eftir þessu. Þ.e. menn fá stig eftir því hversu stór sigurinn er.

Total victory: 8 stig
Major victory: 6 stig
Minor victory: 4 stig
Draw: 3 stig
Minor Defeat : 2 stig
Major Defeat: 1 stig
Total Defeat: 0 stig

Þannig að í 2 umf. geta menn mest fengið 16 stig fyrir 2 fullkomna sigra. Og minnst 0 stig fyrir 2 alger töp.
Efstu 2 liðin í deildinni spila svo hreinan úrslitaleik.

Server Stillingar

Game mode: Conquest
Game length: 30 min
Tickets: 100%
Friendly nametag: 500m
Enemy nametag 50m
Friendly fire: Default
Freecamera: On
Allow nosecam Yes
External view On
Spawn time: 20s
Spawn delay: 5s
Game start delay: 120s


Tillögur að kortum.

Þetta eru þau kort sem við teljum vera inn í myndinni miðað við að það verði spilað í 10 manna liðum. Ef að það næst í 12 manna lið þá tel ég að öll borðin séu spilanleg.
Það er svo spurning hvort að hvert lið velur eitt kort, (6 lið = 6 kort, fimm í deildarkeppnina og eitt fyrir úrslit) eða þá að mótastjórn velur kort.


Tobruk
Iwo Jima
Kursk
Stalingrad
Kharkov
Opperation Market Garden
Opperation Battleaxe
Omaha Beach
Berlin
Bocage
Guadalcanal

(borð sem ekki eru í planinu miðað við 10 manna lið.)
Wake Island
El Alamain
Gazala
Battle of Midway
Battle of the Bulge

Tilkynning úrslita

Fyrirliðum beggja liða ber að tilkynna úrslit til mótanefndar STAX að leik loknum til mótanefndar. Og eru menn hvattir til að taka screenshot með skortöflu uppi þegar líður að leikslokum til að sanna mál sitt ef að upp kemur rifrildi um úrslit. Ef að mönnum ber ekki saman um hvernig leikurinn fór þá verður eftir mögulegum leiðum reynt að komast til botns í málinu, og ef að upp kemst að annað liðið gaf vísvitandi rangar upplýsingar þá verður því liði vísað úr keppni.

Svindl

Vegna þess hve létt er að nota “view-distans” svindlið þá mega fyrirliðar beggja liða í hverjum leik fara framá screenshoot frá andstæðingum. Og ber ekki að líta á það sem ásökun um svindl, heldur sem sjálfsagðan hlut til þess að þeir sem höfðu hugsað sér að svindla, hugsi aftur. ALLIR leikmenn skulu í byrjun leiks skulu taka screenshot, þettar er gert á eftirfarandi hátt: halda skal inni “score” takkanum (þar sem menn sá hvað hver og einn hefur mörg stig) og svo skal tekin mynd, þá sést hver er að senda myndina. Fyrirliðum er svo heimilt að biðja um screenshot frá eins mörgum andstæðingum og hann vill. Ef að grunur leikur um að þetta svindl hafi verið notað skal screenshotið sent til mótanefndar og hún tekur á málinu með því að dæma leik þess liðs sem notaði svindl tapaðan 16-0 og setja þann/þá sem svindluðu í bann.
Þetta svindl verður reyndar lagað í 1.2 patchinum. Það er líka spurning um að hafa dómara ? t.d. ef að [FANTUR] og [IN] færu að spila þá mundi vera hlutlaus aðili frá einu af hinum liðunum í deildinni, t.d. í þessu tilfelli [89th] sem “dæmir” leikinn, og þá er það hann sem að biður um screenshot og tilkynnir úrslit.

Hegðun í leik

Eftir að menn koma inn á serverin og áður en að leiknum er restartað til að byrja leikinn, þá mega menn hreifa sig að vild á kortinu ef þeir vilja kynna sér það, en þeir mega EKKI drepa neitt, hvorki óvini né liðsfélaga, ásæðan er einföld það er erfitt að nota “say all” og “say-team” skipanirnar ef að skjárinn floodar með killum.
AÐEINS tveir menn úr hvoru liði og AÐEINS tveir, fyrirliði og varafyrirliði mega nota “say-all” skipunina til að hafa samskipti við hitt liðið. Eins ber mönnum að haga sér vel á meðan leik stendur og sýna íþróttamannslega hegðun.

Tímasettningar og Frestanir

Leikið verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Leikir hefjast klukkan 20:00 stundvíslega hvort sem það vantar mann eða menn í annað eiða bæði lið. Fyrirliðar beggjaliða fá Rcon á serverin til að endurræsa borðið og hefja 1. umferð, önnur umferð byrjar strax og fyrstu umferð líkur (120 sec gamestart delay)
Frestanir verða ekki leifðar nema að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: bæði lið samþykkja nýja dagsetningu, ný dagsetning má ekki vera síðar en mánudaginn áður en að ný umferð byrjar, og síðast en EKKI síst [FANTAR] verða að samþykkja nýja dagsetningu, en þetta er nú einusinni þeirra server.

[89th]CAP. Volrath
[FANTUR]Skarpi

Þetta eru pælingar okkar Skarpa. Gaman væri að vita hvað mönnum finst. við látum ráðast af viðtökum hvort við förum út í það að kíla á þetta. Ef að liðstjórar liða eru 100% vissir um að þeir vilji vera með þá senda þeir mér póst á volrath@vortex.is og taka fram að þeir vilji vera með og hvort þeir geti spilað 10 eða 12, a.t.h. þetta jafngildir ekki skráningu í deildina, segir okkur aðeins hversu áhuginn er mikill.